Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.2014, Side 30

Læknablaðið - 01.09.2014, Side 30
462 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R doktorsverkefni sínu að sykursjúkir höfðu nær þrefalda áhættu á því að fá hjartabilun, sem er að hluta tengt öðrum áhættuþáttum kransæðasjúkdóma.44 Rannsókn ERFC á dánarorsökum sykur- sjúkra, sem byggði á úrtaki frá 97 framskyggnum rannsóknum, þar á meðal Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar, sýndi að hjarta- sjúkdómar umfram aðra sjúkdóma, eru langalgengasta dánaror- sökin.45 Þögul hjartadrep Emil Sigurðsson sýndi fram á í doktorsverkefni sínu ásamt Guð- mundi Þorgeirssyni að horfur karla með mismunandi stig krans- æðasjúkdóms við komu í Reykjavíkurrannsóknina voru háðar alvarleika sjúkdómsins ásamt þeim áhættuþáttum kransæðasjúk- dóms sem þeir höfðu. Allir höfðu þó verulega aukna áhættu á að deyja vegna frekari áfalla.46 Einn hópur voru þeir karlar sem fengið höfðu þögla kransæðastíflu (hjartalínuritsbreytingar án einkenna), sem var um þriðjungur allra kransæðastíflna, en þeir höfðu svip- aðar horfur og aðrir með sögu um þekkta kransæðastíflu.47 Lilja S. Jónsdóttir fann síðar svipaða tíðni þögullar kransæðastíflu meðal kvennahópsins.48 Rannsókn á um 1000 einstaklingum úr Öldrunarrannsókninni þar sem gefið var skuggaefni sem safnast í örvef og teknar segul- ómmyndir af hjarta sýndi fram á að miklu fleiri einstaklingar en áður var talið reyndust hafa þögult hjartadrep.49 Rannsóknir Emils og Lilju höfðu vissulega gefið vísbendingar um að þetta hefði verið frekar algengt, sérstaklega í eldri aldurshópum, en þessi rannsókn sem birtist í JAMA 2012 sýndi fram á að fyrir hvern einstakling sem hafði þekkt hjartadrep voru nærri tveir sem höfðu óþekkt hjartadrep og voru horfur þeirra svipaðar og þeirra sem höfðu þekkt hjartadrep.49 Lípópróteinið Lp(a) Í undirhópi 1332 karla var lípópróteinið Lp(a) mælt í sermi við fyrstu komu í Reykjavíkurrannsóknina og afdrif þátttakenda könn- uð á næstu árum.50 Lp(a) reyndist sjálfstæður áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdómi í þessum hópi. Þetta var meðal fyrstu fram- skyggnra rannsókna til að kanna forspárgildi þessa arfbundna lí- pópróteins. Þessi tengsl voru könnuð frekar í öllum þátttakendum Reykjavíkurrannsóknarinnar51 og síðar í mun stærri hóp í ERFC sem fyrr er minnst á og staðfest þar.52 Til þessa hefur þó engin virk meðferð með mataræði eða lyfjum fundist til að minnka áhættuna samfara þessu ættlæga lípópróteini. Þáttur Lp(a) var kannaður í kölkun ósæðarloku og ósæðar- þrengsla. Kalk í ósæðaloku var mælt í þátttakendum Öldrunar- rannsóknarinnar og samband þess við Lp(a) sem mælt hafði verið í blóðsýnum þessara sömu einstaklinga í Reykjavíkurrannsókninni skoðað. Sýnt var fram á orsakatengsl Lp(a) við kölkun í ósæðarloku og ósæðarþrengsli og birtust niðurstöður þessarar rannsóknar í New England Journal of Medicine árið 2012.53 Bólguþættir Blóðsökk var mælt í þátttakendum Reykjavíkurrannsóknarinnar. Margrét Andrésdóttir og félagar könnuðu þennan bólguþátt sem hugsanlegan sjálfstæðan áhættuþátt fyrir kransæðasjúkdómum. Rannsóknin staðfesti að svo reyndist vera hjá báðum kynjum þannig að þeir sem voru í hæsta þriðjungi dreifingarinnar reynd- ust hafa 40% meiri áhættu en lægsti þriðjungurinn.54 Þetta sam- ræmdist því að bólgumyndun skiptir máli í æðakölkun. Aðrir bólguþættir hafa hins vegar verið rannsakaðir meira. Sá bólguþáttur sem mest hefur verið rannsakaður er C-reactive protein mælt með hánákvæmniaðferð (high sensitivity) (hsCRP). Hjartavernd setti upp fyrstu stafrænu myndgreiningardeildina þar sem auk segulómtækis sem sést á myndinni var sett upp tölvusneiðmyndatæki, ómskoðunartæki og tvíorku beinþéttnimælir (DEXA). Framkvæmdar hafa verið um 90 þúsund mælingar í vísindarannsóknum gegnum árin. Hér sjást geislafræðingarnir Grímheiður F. Jóhannsdóttir og Sara Katrín Stefánsdóttir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.