Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Page 26

Fréttatíminn - 06.02.2015, Page 26
Karlprestur Kvenprestur 2 9 Suðurprófastsdæmi Prófastur 3 7 Kjalarnesprófastsdæmi Prófastur 2 5 Austurlandsprófastsdæmi Prófastur 1 10 Reykjavíkurprófastsdæmi eystra Prófastur 3 7 Reykjavíkurprófastsdæmi vestra Prófastur 2 9 Vesturlandsprófastsdæmi Prófastur 4 3 Vestfjarðaprófastsdæmi Prófastur 3 5 Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi Prófastur 2 10 Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi Prófastur sóKnarprestar og prófastar eftir landshlutum Landið skiptist í 9 prófastsdæmi og eru 3 af 9 próföstum konur. Á landinu starfa 87 sóknarprestar og eru 22 þeirra konur. Af 129 stöðugildum Þjóðkirkjunnar eru 42 skipuð konum. Athygli skal vakin á því að hér eru eingöngu taldir þeir prestar sem eru starfandi sem sóknarprestar, auk þess eru starfandi prestar og héraðsprestar. Af 129 stöðu- gildum alls eru 42 skipuð konum. Það eru fleiri prestar að störfum sem sérþjónustu- prestar hjá stofnunum. Kven- prestar eru í starfi á Grund og Hrafnistu, prestur fatlaðra og prestur heyrnalausra og ein starfandi sem sjúkrahús- prestur á Akureyri og ein er á LSH. Heimildir: Biskupsstofa, 1. febrúar, 2015. Kirkjuþing Kirkjuþing starfar á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð- kirkjunnar. Á kirkjuþingi eiga alls sæti 29 kjörnir fulltrúar, 12 vígðir menn og 17 leikmenn, auk þess biskup Íslands, tveir vígslubiskup- ar og einn fulltrúi guðfræðideildar Háskóla Ís- lands með málfrelsi og tillögurétt. Af 12 vígðum mönnum eru 3 konur á kirkjuþingi í dag. Kirkjuráð Kirkjuráð fer með framkvæmdavald í mál- efnum þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð er kosið af kirkjuþingi og heyrir undir það. Nú sitja í Kirkjuráði ein kona og einn karl úr hópi vígðra fulltrúa og ein kona og einn karl úr hópi leikra. Fimmti fulltrúinn í Kirkjuráði er biskup Íslands sem situr þar vegna embættis síns. Þar sem kona gegnir nú embætti biskups Íslands eru konur í fyrsta skipti í meirihluta í Kirkjuráði. Jafnrétt- isáætlun kirkjunnar Árið eftir að jafnrétt- isáætlun kirkjunnar tók gildi árið 1999 varð mikil breyting á kynjasam- setningu Kirkjuþings. Konum fjölgaði úr einni í sex, þrjár prestsvígðar og þrjár úr hópi leik- manna. Frá því að Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna til prests fyrir rúmlega 40 árum hefur hlutur kvenna innan kirkjunnar farið stigvaxandi. Síðan hafa sjötíu og níu konur verið vígðar, tveir af þremur biskupum landsins eru konur, konur eru í meirihluta í kirkjuráði í fyrsta sinn og meirihluti guðfræðinema við Háskólann eru konur. Þrátt fyrir þessa kvenvæðingu kirkjunnar eru viðmælendur okkar sammála um að jafnrétti innan hennar hafi ekki verið náð. Af áttatíu sóknarprestsembættum landsins eru einungis 22 skipuð konum og á kirkjuþingi, helstu valdastofnun kirkjunnar, sitja þrjár konur í hópi tólf karla þrátt fyrir að jafnréttisáætlun kirkjunnar hafi tekið gildi árið 1999. Kvenvæðing kirkjunnar É g var sautján ára þegar ég ákvað að verða prest-ur og systir mín segir stundum í gríni að það hafi verið síðasta uppreisn ung- lingsáranna,“ segir séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Agnes, sem er fædd og uppalin á Ísafirði, segir föður sinn, sem var sóknarprestur og prófastur kjör- dæmisins, alltaf hafa verið sína helstu fyrirmynd. „Mér þótti afar vænt um föður minn og vildi helst alltaf hanga í hempufaldi hans og taka þátt í starfinu með honum eftir því sem hægt var.“ var ávörpuð í karlkyni til að byrja með Agnes útskrifaðist úr guðfræði- deild Háskóla Íslands vorið 1981 og varð um haustið það sama ár þriðja konan til að vera vígð sem prestur á Íslandi. Hún segir fyrstu kvenprestana hafa þurft að ryðja veginn fyrir þær sem á eftir komu. „Það hvarflaði ekki að mér á þeim tíma að einhvern tímann gæti ég orðið biskup Ís- lands. Það var fráleit hugmynd þar til fyrir þremur árum,“ segir hún. Helstu breytinguna frá því að Agnes hóf störf segir hún felast í tungumálinu, í dag séu prestar meðvitaðari um að nota mál beggja kynjanna. „Þetta endur- speglast vel í þýðingu biblíunnar frá árinu 2007. Þar var í bréfun- um í nýja testamentinu til dæmis alltaf talað um „bræður” en nú er sagt „systkin”. Það var líka oftast nær talað í karlkyni hér áður fyrr, bæði í helgihaldi og í pre- dikunum en nú reynir maður að segja „þau voru ofsótt fyrr á tíð“ í stað þess að segja „þeir kristnu menn voru ofsóttir fyrr á tíð.“ Ég reyni sjálf að nota önnur orð en „hann guð” eins og til dæmis „drottinn” eða bara „guð”. Við erum bara almennt meðvitaðari um að málfar okkar höfði til beggja kynja, að við séum ekki bara að tala til karla eins og gert var um aldir í kirkjunni. Fyrst þegar ég fór að mæta á fundi í kirkjunni þá var til dæmis alltaf ávarpað bara í karlkyni þrátt fyrir að ég væri á fundinum.“ Jafnréttisstefna skiptir máli Agnes er sannfærð um að jafn- réttisstefna skipti kirkjuna miklu máli. „Jafnrétti skiptir alltaf máli, í kirkjunni jafnt sem ann- arsstaðar. Það er hverri stofnun, sem þjónustar fólk, nauðsynlegt að hafa fólk af báðum kynjum. Þau sem leita til kirkjunnar hafa þá líka val um hvort þau leita til Fráleit hugmynd að ég gæti orðið biskup Biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, var þriðja konan til að vera vígð sem prestur á Íslandi, árið 1981. Hún segir fyrstu kvenprestana hafa þurft að ryðja veginn fyrir þær sem á eftir komu. Breyttar áherslur í tungumálinu séu til marks um breytta tíma innan kirkjunnar en á hennar fyrstu starfsárum var talað til hennar í karlkyni á fundum. agnes m. sigurðardóttir segir föður sinn, sem var sóknarprestur og prófastur á Ísafirði, alltaf hafa verið sína helstu fyrirmynd. „Mér þótti afar vænt um föður minn og vildi helst alltaf hanga í hempufaldi hans og taka þátt í starfinu með honum eftir því sem hægt var.“ Ljósmynd/Hari. framhald á næstu opnu FÉlag prest- vígðra kvenna Félag prestvígðra kvenna var stofnað árið 2009 og eru nær allar þær 80 íslensku konur sem hafa tekið prestvígslu með- limir í félaginu. Tilgangur þess er fyrst og fremst að efla samstarf og miðla reynslu meðal prestvígðra kvenna og auka áhrif og þátttöku prestvígðra kvenna í kirkjunni og samfélaginu. 26 úttekt Helgin 6.-8. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.