Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Síða 28

Fréttatíminn - 06.02.2015, Síða 28
Áhrif kvenna á kirkjuna Áhrif kvenna á kirkjuna eru Arn- fríði hugleikin og snúa rannsóknir hennar að þeim auk þess að rann- saka þátt kirkjunnar í kvenna- baráttunni. „Ég hef verið að skoða það hvernig kirkjan hefur beitt sér í þágu kvenna og eins gegn konum, og þá sérstaklega hér á Íslandi í kringum aldamótin 1900 þegar konur voru að berjast fyrir kosningarétti kvenna. Það voru auðvitað ólíkar raddir en sterkar og áhrifamiklar konur voru gjarn- an á einhvern hátt tengdar inn í kirkjuna og voru margar hverjar á kafi í kvennabaráttunni. Núna er ég að skoða hvaða áhrif þessar kon- ur höfðu á sína menn og í gegnum þá. Til dæmis menn eins og sr. Ólaf Ólafsson, sem var bæði Fríkirkju- prestur og alþingismaður. Hann flutti fyrirlestur árið 1891 sem hét Olnbogabarnið þar sem hann hund- skammar karla fyrir að standa sig ekki í réttindabaráttu kvenna.“ Félagslegt réttlæti fyrir alla Arnfríður segir það mikilvægt að kirkjan beiti sér fyrir mannrétt- indum, það sé í anda hennar. „Það er svo hressandi að heyra þessar gagnrýnu raddir, eins og rödd sr. Ólafs Ólafssonar, því það er svo oft talað um kirkjuna sem eitthvert íhaldsafl, sem hún hefur vissulega verið oft. Kirkjan á að vera pólitísk og beita sér fyrir mannréttindum. Það er hluti af köllun kirkjunnar að beita sér fyrir félagslegu réttlæti og gegn réttindaleysi kvenna, eins og allra annarra minnihlutahópa. Við erum ekki að tala um neinn pólitískan rétttrúnað heldur er þetta fullkom- lega í samræmi við boðskap Jesú Krists, sem kallaði eftir félagslegu réttlæti fyrir alla.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is karlkyns presta eða kven- kyns presta. Ef við viljum ná fram breytingum til batn- aðar, þá er öruggara að setja markmiðin á blað og leitast við að vinna eftir þeim. Án jafnréttisstefnunnar værum við sennilega ekki komin þó þetta á leið með að ná jafn- rétti í kirkjunni. Betur má þó ef duga skal.“ Aðspurð um muninn á karl- og kvenpredikurum segir Agnes konurnar hafa ýtt undir manneskjulegri nálgun á boðskapinn. „Mín tilfinning er sú að eftir að konur fóru að predika þá sé meira farið inn á mann- legri nótur í predikuninni sjálfri. Nú er meira talað um það sem snertir ein- staklinginn sjálfan en ekki bara um einhverjar heildir, eins og samfélög eða þjóðir. Textinn talar meira beint til einstaklingsins. Og það hefur kannski orðið til þess að karlpredikarar fara líka í meira mæli inn á mannlegri nótur.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Verðlaunahönnun frá Oticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Framúrskarandi tækni í Oticon heyrnartækjum skilar þér bestu mögulegu hljómgæðum í ólíkum aðstæðum. Nýju designRITE tækin eru einstaklega nett og hafa hlotið alþjóðleg hönnunarverðlaun. Njóttu þess að heyra skýrt og áreynslulaust með heyrnartæki sem hentar þínum persónulegu þörfum. Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Fullkomin þráðlaus tækni Engir hnappar Auðvelt að handleika Vatnshelt Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki til prufu í vikutíma Sími 568 6880 Séra Arnfríður Guðmundsdóttir, doktor í guðfræði og deildarforseti við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Kirkjan á að vera pólitísk Séra Arnfríður Guðmundsdóttir, doktor í guðfræði og deildarfor- seti við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, segir hátt hlutfall kvenna í deildinni ekki endurspegla raunveruleikann innan prestastéttarinnar. Hún segir ekki mega slá slöku við í jafn- réttisbaráttunni þrátt fyrir að tvær konur séu á biskupsstóli. Á rið 1994 fór fjöldi kvenna í guðfræði-deild Háskóla Íslands yfir 50% í fyrsta sinn og hefur farið stigvaxandi síðan. Nú er hlutfallið um 65%. Það hlutfall er í takt við kynja- hlutfallið almennt í Háskól- anum en þykir þó vera hátt þar sem guðfræði var framan af karladeild. Séra Arnfríður Guðmundsdóttir, doktor í guðfræði og deildarforseti við guðfræði- og trúarbragða- fræðideild, segir kynjahlut- fallið í deildinni þó ekki endurspegla raunveruleik- ann innan prestastéttarinnar. Hvorki meðal sóknarpresta né á kirkjuþingi. „Nú eru einungis þrjár konur í hópi tólf vígðra full- trúa á æðstu valdastofnun kirkjunnar, kirkjuþingi. Kon- ur eiga því miður enn erfitt uppdráttar þar sem völdin eru. Við verðum að passa okkur á því að slá ekki slöku við í jafnréttisbaráttunni þó við séum komin með konur á biskupsstóla,“ segir Arn- fríður sem hefur stundað feminískar guðfræðirann- sóknir um árabil. „Feminísk guðfræði er guðfræði sem notast við ákveðið gagnrýnis- sjónarhorn. Við göngum út frá því að okkar gyðing- kristna hefð hafi orðið til í samfélagi þar sem karlar fóru með völdin og þar sem kon- ur voru valdalausar. Þetta er sjónarhorn sem breytir heil- miklu því Biblían og önnur rit voru skrifuð af körlum fyrir karla.“ 65% guð- fræði- nema eru konur. Hún Guð Kvennakirkjan er sjálfstæður hópur sem starfar í íslensku þjóðkirkjunni og byggir starf sitt á kvenna- guðfræði. Hún var stofnuð árið 1993 af konum sem sóttu nám- skeið í kvenna- guðfræði vorið 1991 undir stjórn fyrsta íslenska kvenprestsins, séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Guðþjónustur Kvennakirkj- unnar mótast af kvennaguðfræði og þar er talað um þau málefni sem snerta konu. Textar Biblíunnar eru túlkaðir út frá sjónarhóli kvenna og þar er alltaf talað um guð í kvenkyni. Konur mýkja kirkjuna Séra Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju, segir fjölgun kvenna innan kirkjunnar skipta miklu máli fyrir ímynd hennar sem stofnunar, jafnvel enn meira en fyrir aðrar stofn- anir. G uðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafar-vogskirkju, telur fjölgun kvenna innan prestastéttarinnar geta gert mikið fyrir kirkjuna sem stofnun. „Það er ekki spurning að fjölgun kvenna skiptir máli. Með jafnari hlutföllum held ég að kirkjan geti orðið mýkri og öðruvísi stofnun. Og þá meina ég alls ekki að við konur séum eitthvað betri, heldur bara öðruvísi. Konur hafa komið með nýjar áherslur, aðal- lega vegna þess að við eigum engar fyrirmyndir langt aftur í aldir um það hvernig við eigum að vera sem prestar. Svo við höfum þurft að búa þær til sjálfar. Við höfum því að einhverju leyti tekið þátt í því að breyta prestsímyndinni.“ Kirkjan trúir ekki á guð sem karl Guðrún segir jafnréttisstefnu skipta miklu máli fyrir kirkjuna. „Kirkjan er hluti af íslensku samfé- lagi og á því að sjálfsögðu að huga að jöfnum rétti kynjanna. Starfs- fólk safnaða verður að endurspegla söfnuðinn. Ef einungis er starfsfólk af öðru kyninu þá erum við ekki að gera það. Í kirkjunni skiptir þetta kannski enn meira máli en annars- staðar í samfélaginu því kirkjan hefur boðað karllægan boðskap svo lengi. Hér hefur verið boðaður karlguð og prestarnir voru allir karlar. Þess vegna held ég að það sé enn meira í húfi fyrir kirkjuna en marga aðra að sýna að þetta er ekki svona. Þetta er ekki bara karlasam- félag og við trúum ekki á guð sem karl.“ Konur meira á jörðinni „Ég er alls ekkert viss um að það sé svo mikill munur á körlum og kon- um sem predikerum. Það er auðvit- að ennþá þannig að stærstur hluti þeirra sem kenna fagið uppi í há- skóla eru karlar. En ég upplifi það samt að konur séu oft meira niður á jörðinni og þori kannski frekar að vera persónulegri. Svo held ég reyndar að konur eigi erfiðara með það að setja sig í embættismanna- stellingar, og langi heldur ekkert að gera það,“ segir Guðrún en ítrekar að hún vilji alls ekki gera lítið úr körlunum. „Þeirra staða hefur bara verið önnur því þeir hafa alltaf verið með sjálfsagt hlutverk.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Ljósmynd/Hari 28 úttekt Helgin 6.-8. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.