Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 06.02.2015, Qupperneq 38
38 bílar Helgin 6.-8. febrúar 2015  ReynsluakstuR skoda yeti outdooR Algjör jarðýta Fyrsti Skodinn með bakkmyndavél Skoda Yeti er lipur og mjög þægilegur í akstri og hann er líka einn af þessum bílum sem er algjörlega laus við alla óþarfa takka og stæla að inn- an, sem gerir hann auðveldan og þægilegan í notkun. Þar að auki er Skoda Yeti með óvenju lágan kolvetnisútblástur miðað við bensínbíl og eyðslan er með því minnsta sem gerist. Og enn einn kosturinn, allavega fyrir þá sem hafa aldrei lært almennilega að bakka, þá er þetta fyrsti Skodinn með bakkmyndavél. Fjölbreytt sætaval Annar helsti kostur þessa bíls er hversu rúm- góður hann er. Farangursrýmið er helmingi stærra að innan en það lítur út fyrir að vera að utan og farþegarýmið er vel rúmt, bæði fram og aftur í. Reyndar hef ég aldrei séð jafn marga möguleika á sætafyrirkomulagi aftur í og í þessum bíl, en það eru alls tutt- ugu mismunandi valmöguleikar á sætaskipan og auk þess er hægt að taka út miðjusætið og búa þannig til enn meira rými. Þetta er frábær bíll fyrir fólk sem er mikið á ferð- inni, inn og út úr borginni með mismikið af farangri og börnum hverju sinni. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is É g verð að viðurkenna að mér fannst þessi Skoda-týpa dáldið skrítin í útliti við fyrstu sýn. En um leið og ég settist undir stýri og keyrði út í ömurlega færðina snerist mér hugur. Þessi smágerði og lítilláti sendiferðalegi bíll reyndist vera algjör himna- sending í sköflunum og slabbinu sem hékk á götum borgarinnar .. Það má eiginlega líkja honum við litla jarðýtu svo vel gekk mér að keyra yfir skafla og illa troðin stæði. Við venjulegar aðstæður er bíllinn með framdrifi en við erfið- ari aðstæður skiptir hann sjálfur yfir í aldrif án þess að þú takir eftir því. Ef þú vilt svo enn meira drif er hægt að ýta á Off-road takka á mælaborðinu. Skoda Yeti Outdoor kemur kannski á óvart við fyrstu sýn en um leið og þú kynnist honum betur er auðvelt að kolfalla fyrir honum. Í ömurlegri færð síðustu daga hefur hann reynst eins og lítil jarðýta. Þetta er frábær bíll fyrir alla sem vilja rúmgóða innanbæjarbíla sem komast líka leiðar sinnar utan borgarinnar. Skoda Yeti Outdoor er bíll sem leynir á sér. Hann mjög þægilegur í keyrslu, lipur og léttur í stýri en drífur yfir hvaða skafla sem er. Ljósmynd/Hari Reyndar hef ég aldrei séð jafn marga möguleika á sætafyr- irkomulagi aftur í og í þessum bíl ... Fáðu meira út úr Fríinu gerðu verðsamanburð á hótelum og bílaleigubílum á túristi.is Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert ú að huga að dreifingu? Eyðsla 5l./100 km Farangursrými 510 l. CO2 132 g/km. Bakkmyndavél Rafstýrt drif á öllum hjólum Varioflex aftursætakerfi skoda yeti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.