Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 50
50 heilsa Helgin 6.-8. febrúar 2015  Svefn Góð ráð til að bæta Svefnvenjur barna Órólegur svefn barna hefur áhrif á námsgetu fullnæGjandi Svefn veitir barninu eftirfarandi atriði Jákvæð orka Þegar við sofum er líkaminn að hvílast og safna upp orku. Eftir fullan nætursvefn er líkaminn tilbúinn til þess að takast á við verkefni dagsins og jafnvel frístundir og íþróttir að skóla loknum. Börn sem sofa illa upplifa streitu og vanlíðan og eru þannig síður í stakk búin til að takast á við daginn. Svefnleysi ýfir upp tilfinningar á borð við reiði, depurð og eirðarleysi. Athygli og námsgleði Minnið styrkist þegar heilinn hefur fengið næga hvíld yfir nóttina. Rannsóknir sýna að svefnleysi hefur sterk áhrif á minnisgetu og þar með náms- getu. Úthvíldur heili hefur áhuga á að tileinka sér nýjar upplýsingar á meðan að óró- legur og svefnlaus heili þolir utanaðkomandi áreiti illa. Sköpunargleði Eftir fullan nætursvefn er viðkomandi betur í stakk búinn til þess að taka þátt í skapandi verkefnum á meðan að illa sofinn einstaklingur upplifir oft á tíðum áhuga- leysi. Kjörþyngd og heilsa Rannsóknir sýna að unglingar sem sofa illa og lítið sækjast í sykur og kolvetni í ríkari mæli til þess að bæta fyrir orku- tapið. Við langvarandi ójafn- vægi af þessu tagi geta efna- skiptasjúkdómar og sykursýki þróast hjá viðkomandi. BENECOS DAGAR Í HEILSUHÚSINU 5. - 9. febrúar Glæsilegar náttúrulegar snyrtivörur! BENECOS – náttúruleg fegurð Lífrænt vottaðar snyrtivörur þurfa ekki að vera dýrari! Benecos eru frábærar lífrænar snyrtivörur á enn betra verði. Benecos förðunarfræðingur verður í Heilsuhúsinu í Kringlunni föstudag kl. 14 – 17 og laugardag kl. 13-16. Lífrænt vottað Ótrúlegt verð Án parabena 20% Nokkur ráð til þess að bæta svefninn Forðastu máltíðir rétt fyrir svefn Best er að 2-3 klukkutímar séu liðnir frá síðustu máltíð þegar að barnið á að fara að sofa. Þá er álagið á meltingarkerfinu minna og líkurnar á bakflæði eða öðrum óþægindum litlar. Veltu milt mataræði Viðkvæmir einstaklingar bregðast við mataræði á mismunandi hátt. Kolvetni sem dæmi breytast í glúkósa og þar með orku í meltingarferlinu. Því getur of mikið af kolvetnum fyrir svefn haft örvandi áhrif á heilann. Sumir bregðast illa við ákveðnum fæðutegundum eins og lauk, papriku, sterkum eða krydduðum mat sem ertir meltingarfærin og þar með taugakerfið. Þetta veldur óróleika sem getur átt þátt í að trufla nætursvefninn. Athugaðu fæðuóþol Glútein- og mjólkuróþol er orðið nokkuð algengt í dag en þó þjást margir af fæðuóþoli án þess að vita af því. Óþol af þessu tagi getur oft verið lúmskt og erfitt er að greina það með hefðbundnum blóðprufum. Óþol hefur ertandi áhrif á líkamann og hann hvílist síður undir stöðugu áreiti. Kalt kamillute fyrir svefn Kamillujurtin er þekkt fyrir þá eiginleika að hafa róandi áhrif á líkamann. Útbúðu te úr lífrænum blómum sem fást í heilsu- búðum og láttu það kólna. Gefðu barninu teið hálftíma fyrir svefn. Í heilsubúðum og jurtaapótekum má finna margvísleg te sem talin eru hafa róandi áhrif. Róandi tónlist Sum börn eiga auðveldara með að festa svefn við róandi hugleiðslutónlist, sjávar- hljóð eða lækjarnið. Hægt er að nálgast fjölbreytt efni á vefnum youtube sem dæmi. Gott loft Rýmið sem barnið sefur í þarf að vera notalegt og loftið hreint og gott. Lavenderjurtin gefur af sér mjúkan og vellyktandi ilm sem talinn er hafa róandi áhrif. Það getur verið gagnlegt að spreyja loftið með nokkrum dropum af ilmkjarna- olíu úr lavender í vatni. Heilinn lærir með tímanum að tengja lyktina við svefn sem hjálpar líkamanum að slaka betur á. Lestur fyrir svefn Mörg börn upplifa að samverutíminn með foreldrunum er ófullnægjandi þegar á að fara að sofa. Að slökkva á snjallsímanum og gefa sér góðan hálftíma með barninu fyrir svefn, þar sem það fær óskipta at- hygli yfir bókalestri, getur hjálpað barninu að sofna betur að lestri loknum. Snjall- síma og spjaldtölvur ætti aldrei að nota fyrir svefn þar sem birtan frá skjánum hefur örvandi áhrif á augu og heila. Rútína og öryggi Gott er að venja barnið á að fara upp í rúm á sama tíma á hverju kvöldi. Kvöldrútína getur falið í sér að barnið fari í bað, bursti tennur og fari síðan upp í rúm að lesa bók með foreldri. Rútínan hjálpar barninu að búa sig undir svefninn. Bangsar og sérstakir næturlampar geta hjálpað barninu að upplifa öryggi. Þ egar kemur að nætursvefni skiptir bæði lengd svefnsins máli og hversu vel við-komandi nær að hvílast á meðan á svefni stendur. Rannsóknir sýna að gæði svefnsins hafa bein áhrif á námsgetu viðkomandi. Því getur verið kostur að aðstoða barnið við að fá sem besta hvíld til þess að geta tekist á við daginn með fullri at- hygli og hæfni til náms. Talið er að leikskólabörn þurfi á bilinu 10- 12 klukkutímasvefn. Grunnskólabörn þurfa að meðaltali 9-10 klukkutíma svefn. Hormónabreyt- ingum fylgir oft aukin svefnþörf og því eykst jafnvel svefntími unglinga á ákveðnu tímabili. Heimildir: http://www.ncbi. nlm.nih.gov/ pubmed/21075236 www.health.com http://healthysleep. med.harvard.edu/ Betra blóðflæði betri heilsa Fæst í Apótekum og heilsubúðum Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Umboð: vitex ehf Vegna stóraukinnar sölu hefur Neogenis lab lækkað verðið svo um munar lækka ð verð Rauðrófu kristall 100% náttúrulegt ofurfæði Einstök virkni og gæði - þú finnur muninn Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.