Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Page 51

Fréttatíminn - 06.02.2015, Page 51
Neutral þvottaduft er orðið enn umhversvænna en áður. Við erum búin að þjappa því saman svo að nú þarftu minna magn fyrir sömu virkni. Áherslur okkar eru á umhverð og þig og því leitumst við stöðugt við að búa til betri vöru sem þú getur notað áhyggjulaus. • minni skammtur í hvern þvott • minni orkunotkun við framleiðslu • minni umhversmengun • nýr og léttari pakki SÉRSTAKLEGA ÞRÓAÐ FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ ÍS LE N SK A/ SI A. IS N AT 7 07 09 0 1/ 15 Á ég að borða áður en ég fer í ræktina? Það er alls ekki ávísun á að maginn minnki að þú sleppir því að borða áður en þú ferð í ræktina. Brennslu- æfingar á tómum maga skila þér ekki lægri tölum á vigtinni en ef þú borðar fyrir æfingu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem greint var frá í Journal of the International Society of Sports. Þátttakendum í rannsókninni var skipt í tvo hópa. Báðir hóparnir hlupu á hlaupabretti í klukkustund í senn, þrjá daga í viku. Annar hóp- urinn gæddi sér á orkusjeik fyrir hverja æfingu en hinn hópurinn æfði svangur. Eftir fjórar vikur hafði fólkið grennst jafnmikið. „Það halda margir að þegar mað- ur æfir svangur þá brenni líkaminn fitu í stað þess matar sem maður hefur borðað,“ segir vísindamað- urinn Brad Schoenfeld. „En það er ekkert sem sannar það. Og þar sem tómur magi hjálpar þér ekki að brenna fitu – og það er ömurlegt að æfa svangur – skaltu borða fyrir æfingu,“ segir hann. Þú brennir ekki meira á tómum maga. Betra er að borða létt fyrir æfingu svo þú njótir hennar betur. Ljósmynd/ NordicPhotos/Getty

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.