Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Page 66

Fréttatíminn - 06.02.2015, Page 66
menningarkort.is facebook.com/menningarkort #menningarkort #menningarkort ÞINN AÐGANGUR AÐ MENNINGARLÍFI BORGARINNAR FÖST AFSLÁTTARKJÖR • FJÖLDI TILBOÐA • FJÖLMARGIR SAMSTARFSAÐILAR 50+ sýningar viðburðir 150+ söfn 14 Bor gar sög usa fn R eyk javí kur List asa fn R eyk javí kur Bor gar bók asa fn R eyk javí kur 20% afsláttur af verði Menningarkortsins í tilefni af Safnanótt Gildir á Safnanótt og um helgina á söfnum Reykjavíkurborgar 6.2.2014 – 22.2.2015 Ertu tilbúin, frú forseti? Are you ready, Madam President? 6.2. - 31.5. 2015 Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar 6.2.2014 – 22.2.2015 Ertu tilbúin, frú forseti? Are you ready, Madam President? 6.2. - 31.5. 2015 Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar 6.2.2014 – 22.2.2015 Ertu tilbúin, frú forseti? Are you ready, Madam President? 6.2. - 31.5. 2015 Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar Sýningunni lýkur 22. febrúar Leiðsagnir á sunnudögum kl. 14. Fatnaður og fylgihlutir frá forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur www.honnunarsafn.is V etrarhátíð er haldin á höfuðborgarsvæðinu og taka öll sex bæjarfélögin þátt. Sundlauganótt og Safnanótt eru meginstoðir hátíðarinnar ásamt ljóslistaverkum sem lýsa upp skammdegið á ævintýralegan hátt. Meðal viðburða á Safnanótt í ár eru fjölmargir áhugaverðir viðburðir. Þar á meðal er opnun á sýning- unni „Un peu plus – Teikningar og skissur Helgu Björnsson tísku- hönnuðar“ sem verður í Hönnunar- safni Íslands í dag, föstudag. Helga Björnsson starfaði um árabil við hátískuna í tískuhúsi Louis Féraud í París og hefur hannað búninga fyrir íslensk leikhús. Teikningar hennar og skissur bera næmum listamanni vitni. Með örfáum dráttum skapar hún glæsileika og munúð. Ríkulegt hugarflug, ásamt kröfunni að fara stöðugt fram úr sjálfri sér, skapar teikningar sem í einfaldleika sínum, afhjúpa vinnu þess sem starfar eftir hröðum takti tískunnar. Sýningin opnar klukkan 19. Á morgun, laugardag, opnar einnig í Hönnunarsafninu sýningin Ertu tilbúin frú forseti. Í leiðsögn þar verður lögð sérstök áhersla á „orðið í fötunum“ og hvernig við notum klæðnað til að tjá líðan eða jafnvel pólitískar skoðanir. Stoppað verður við nokkra klæðnaði á sýningunni og varpað fram spurn- ingum eða vangaveltum varðandi hvaða skilaboð er hægt að lesa úr þeim. Á sunnudag klukkan 14 mun Vigdís Finnbogadóttir ganga með gestum um sýninguna. Listasafn Reykjavíkur – Hafnar- hús, Kjarvalsstaðir og Ásmundar- safn – stendur fyrir margs konar viðburðum á Safnanótt þar sem myndlist og tónlist er blandað sam- an á líflegan og skemmtilegan hátt. Á Safnanótt standa alls sex sýn- ingar listasafnsins opnar gestum að kostnaðarlausu. Auk fjölbreyttra sýninga verður boðið upp dagskrá með listsmiðju og leiðsögnum á ensku og pólsku. Stærsti viðburður Listasafns Reykjavíkur á Safnanótt er án efa opnun sýningarinnar Nýmálað 1 í Hafnarhúsi, sem er yfirlitssýning um stöðu málverksins á Íslandi. Opnunin stendur frá klukkan 20 en efnt verður til heljarinnar veislu þar sem plötusnúðurinn Krystal Carma (Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta) mun halda uppi fjörinu frá klukkan 20.30 til miðnættis. Á Kjarvalsstöðum heldur Tríó Reykjavíkur kvöldtónleika og boðið verður upp á námskeið í listmálun undir leiðsögn myndlistarmanns- ins Þorvaldar Jónssonar. Þá verður boðið upp á leiðsögn um sýningar Einars Hákonarsonar og Kjarvals á pólsku. Í Ásmundarsafni ætlar Duo Harpverk að flytja ný tónverk fyrir hörpu og slagverk auk þess sem listamaðurinn Kathy Clark segir frá verki sínu á samsýningunni A posteriori: Hús, Höggmynd. Af nógu verður að taka á þessum dimmu vetrardögum þar sem magnað myrkur fær að njóta sín í Reykjavík og nágrannasveitar- félögum. Allir viðburðir hátíðarinn- ar eru gestum að kostnaðarlausu og er þar með séð til þess að allir íbúar höfuðborgarsvæðisins geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru yfir alla hátíðina. Dagskránna má finna á www.vetr- arhatid.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  Vetrarhátíð Öll bæjarfélÖg á fÖfuðborgarsVæðinu taka þátt Magnað myrkur á Vetrarhátíð Sundlauganótt verður á sínum stað á Vetrarhátíð 2015. Ljósmynd/Vetrarhátíð Vetrarhátíð, hátíð ljóss og myrkurs, hófst í gærkvöld, fimmtu- dag og stengur fram á sunnudag, 8. febrúar. Hún er nú haldin í tólfta sinn. Á henni fær magnað myrkur að njóta sín en hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi listamanna, safna og sundlauga taka þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. 66 menning Helgin 6.-8. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.