Ægir - 01.01.2001, Side 8
8
F R É T T I R
„Almennt líst mér illa á verkföll og verk-
bönn, hvorutveggja er neyðarúrræði,“
sagði Björgólfur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað, en lít-
ið virðist þokast
í samkomulags-
átt í kjaradeilu
sjómanna og út-
vegsmanna og
að óbreyttu
stefnir í sjó-
mannaverkfall
15. mars.
Björgólfur
segir að kjara-
deilan sé í erf-
iðri stöðu, en
hann tekur fram
að hann komi ekki beint að aðalsamn-
ingaborðinu og því hafi hann ekki púls-
inn á viðræðunum frá degi til dags. „En
mér sýnist að ýmislegt varðandi samn-
ingana geti orðið erfitt að leysa. Til dæm-
is myndi ég ekki geta samþykkt þá kröfu
sjómanna að allur fiskur fari á markað.“
Björgólfur segir margt benda til að til
verkfalls sjómanna komi, „og ef það ger-
ist þá óttast ég að það geti orðið langt.“
Og verkfall er grafalvarlegt mál fyrir
Síldarvinnsluna, sem byggir afkomu sína
öðru fremur á veiðum á uppsjávarfiski.
„Verkfall kæmi auðvitað mjög illa við
okkur. Ég gef mér að loðnuvertíðin
sleppi fyrir horn, en hins vegar tækju
kolmunnaveiðar þá fljótlega við og síðan
norsk-íslenska síldin. Það má segja sem
svo að bolfiskurinn geymist í sjónum, en
það á hvorki við um kolmunnann né síld-
ina,“ segir Björgólfur Jóhannsson.
Kjaradeila sjómanna og útvegsmanna:
Óttast langt verkfall
- segir framkvæmdastjóri SVN í Neskaupstað
Björgólfur Jóhannsson.
Inga ráðin
til Athygli
Inga Ágústsdóttir, sem annast hefur
auglýsingasölu í Ægi og Sjómanna-
almanak Fiskifélags Íslands síðustu ár,
var í ársbyrjun ráðin til Athygli. Hún
hefur umsjón með allri auglýsingasölu í
miðlana tvo en mun einnig hafa
yfirumsjón með allri sölu auglýsinga í
önnur þau rit sem Athygli gefur út eða
hefur umsjón með. Þá mun hún einnig
selja auglýsingar á vefsvæði almanaks-
ins sem verður kynnt innan tíðar. Hægt
er að ná sambandi við Ingu í síma 588
5200 og 898 8022. Netfang hennar er
inga@athygli.is.
„Mér sýnist að ýmislegt varðandi samningana geti orðið erfitt að leysa. Til dæmis myndi ég ekki
geta samþykkt þá kröfu sjómanna að allur fiskur fari á markað,“ segir Björgólfur Jóhannsson.