Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Síða 11

Ægir - 01.01.2001, Síða 11
11 F R É T T I R Í Rússlandi er loðna orðin næstum jafn eftirsótt og síld, hreinn sælkeramatur, en miklu ódýrari. Norðmenn hafa veitt loðnu fyrir Rússlandsmarkað, bæði áður en veiðar hefjast fyrir Japansmarkað og eftir að þeim er lokið. Rússar kaupa frysta loðnu, jafnt hænga sem hrygnur. Verð loðnunnar á Rússlandsmarkað er um 8,50 ISK upp úr sjó eða meira en tvöfalt verð til bræðslu. Bæði Greenpeace og Alþjóðlegi náttúru- verndarsjóðurinn (WWF) hafa lýst því yfir að grindhvalastofninn í Norður-Atl- antshafi þoli að veidd séu árlega um 1000 dýr og frá vistfræðilegu sjónarmiði sé ekkert athugavert við slíkar veiðar. Grindhvalastofninn í Norður-Atlantshafi er talinn vera um 780 þúsund dýr. Yfirlýsingin kom í kjölfar þess að Paul Watson (Sea Shepheard) hóf herferð gegn grindhvalaveiðum Færeyinga með það í hyggju að binda enda á þessa þúsund ára veiðihefð. Reynslan sýnir að árásir Sea Shepheard og Alþjóðlegu umhverfisrannsóknastofn- unarinnar (EIA) á grindhvalaveiðarnar síðastliðin 15 ár hafa ekki snert efnahag Færeyja. Bæði útflutningur fisks frá Fær- eyjum og aukinn fjöldi ferðamanna til eyjanna sýnir að áróðurinn hefur ekki haft sýnileg áhrif á evrópska neytendur. Grindhvalaveiðar og Greenpeace Loðna í staðsíldar

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.