Ægir - 01.01.2001, Page 14
14
F R É T T I R
Hvað þarf að vera í lagi þegar haldið er í langt úthald?
NETTÓ kostsala svarar því.
Matvara • Sérvara • Hreinlætisvörur
Búsáhöld • Rekstrarvörur • ofl.
Kostsala • Akureyri • Símar 896 0485, 460 3407 • Netfang nettokostur@kea.isSímar 460 0000 & 896 0485 • Fax. 460 0001 • netfang: joip@valgardur.is
„Það er töluvert misjafnt hljóð í
mönnum, en mér sýnist þetta vera
nokkuð svipað og í fyrra,“ segir Jóhann
Pétur Andersen, framkvæmdastjóri
uppsjávarsviðs Ísfélags Vestmannaeyja,
þegar hann var spurður um gang
loðnuveiða og –vinnslu í janúar.
Ekki þarf að hafa um það mörg orð að
eftir stórbrunann í Ísfélaginu í desember
hafa Vestmannaeyingar með samstilltu
átaki gert kraftaverk í því að undirbúa
frystingu á loðnu í Eyjum. Og fyrir
miðjan janúar var byrjað að frysta loðnu í
Vestmannaeyjum, sem einhver hefði ekki
trúað að væri mögulegt þegar horft var
upp á eyðilegginguna eftir brunann.
Jóhann Pétur sagði að frystingin hefði
gengið ágætlega, á land væri að berast
skínandi góð loðna og það létti brúnina á
fólki.
Um markað fyrir loðnuafurðir, mjöl og
lýsi, sagði Jóhann Pétur að hann mætti
vera betri. Mjölverð hafi þó verið að
þokast upp á við, en verð á lýsi væri enn
ekki nægilega gott. Ekki er þó ástæða til
þess að örvænta, því almennt er því spáð
að stóraukið fiskeldi í heiminum á næstu
árum og þar með aukin framleiðsla á
fiskafóðri, leiði til aukinnar spurnar eftir
loðnuafurðum, bæði mjöli og lýsi. „Ég
held því að menn horfi nokkuð bjartsýnir
fram á veginn,“ sagði Jóhann Pétur
Andersen.
Loðnuvertíðin:
Svipað og í fyrra
Nótaskipið Ingunn
á leið heim
Í febrúarmánuði er nótaskipið Ingunn
AK væntanlegt til Íslands en það er nú
á leið heim frá Chile þar sem gerðar
voru á því verulegar breytingar. Helstar
eru þær að skipið var lengt og gerðar
tilheyrandi breytingar jafnframt því.
Með tilkomu stærri Ingunnar í flota
Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi
skapast breyttar aðstæður í hráefnisöfl-
un fyrir fyrirtækið og hefur því verið
tekin ákvörðun um sölu á nótaskipinu
Óla í Sandgerði til Noregs.
Ískerfi tók við
af Brunnum
Nýtt fyrirtæki í Hafnarfirði, Ískerfi hf.,
er nú komið á fulla ferð í framleiðslu á
ísþykknivélum en um er að ræða vél-
búnað sem áður var framleiddur hjá
Brunnum hf. í Hafnarfirði. Það fyrirtæki
varð gjaldþrota.
Vélarnar hjá Ískerfi hf. bera heitið
Liquid Ice, eins og búnaðurinn hjá
Brunnum áður. Vélarnar eru víða þekkt-
ar hér á landi og hafa fengið töluverða
kynningu erlendis. Nýja fyrirtækið er í
eigu Landsbankans og starfa hjá því um
30 manns.