Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Síða 17

Ægir - 01.01.2001, Síða 17
17 E R L E N D Skipaarkitektar hjá Vik & Sand- vik hafa kynnt nýja hönnun skip- skrokks sem sagt er að minnki viðnám á siglingu um meira en 20%, að því er kemur fram í blað- inu World Fishing. Fyrirtækið undirritaði þrjá samninga um smíði á skipum af þessari nýju gerð á Nor-Fishing sýningunni, öll fyrir norska út- gerðarmenn. Skipin eru ætluð til úthafsveiða, bæði með botnvörpu og nót. Þau eru 64 metrar á lengd og mesta breidd er 13 metrar, með 3 þilförum auk efra þilfars. Skrokkarnir verða smíðaðir í Viborg skipasmíðastöðinni en ekki hefur enn verið tekin ákvörð- un hvar skipin verða fullsmíðuð og frágengin. Fyrstu tvö skipin eiga að afhendast í mars og apríl á næsta ári og hið þriðja í júní. Egil Sandvik hjá Vik & Sandvik telur að þessi hönnun henti vel til smíði allra fiskiskipa, stærri sem smærri. Hann segir ennfremur að tekist hafi að minnka viðnám skipskrokksins um meira en 20%, sem þýði að 25% minna vélarafl þurfi til að sigla skipinu jafn hratt og skipi með hefðbundnu lagi. Gerðar hafa verið tilraunir með módel og þær hafa leitt í ljós að sjóhæfni er góð jafnt í góðu sem slæmu veðri. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.thru.to/world- fishing. Vik & Sandvik í Noregi þróa nýtt skrokklag skipa sem ætlunin er að hafi í för með sér mun minni orkuþörf skip- anna. Ný hönnun skipskrokks Látið ykkur líða vel. Burt með blauta vettlinga og vot stígvél. Vettlinga og stígvélaþurrkarinn Loftur frá Skagaströnd er fyrirferðalítill og orkuvænn. Hann er smíðaður úr ryðfríu stáli sem síðan er glerblásið. Hægt er að velja um ýmsar stærðir og útfærslur, s.s. frístandandi fyrir matvælaiðnað og í 90° horn þar sem rými er lítið. Hættið ekki heilsunni! Blautir vettlingar og vot stígvél bjóða sveppasýkingum heim og endast auk þess verr. Þurrkarinn Loftur er fljót- virkur og þurrkar gegnvotan búnað á aðeins 30 mínút- um. Endingartími vettlinga og stígvéla lengist verulega. Þurrkarinn er búinn rafmagnshitara, hitastilli og tvö- földum yfirhitavara. Búnaðurinn er með CE merkingu frá framleiðanda. Mörg skip hafa tekið Loft í notkun til að auka vellíðan áhafna sinna þ.á.m. Sigurjón Ingólfsson, Baadermaður á Arnari HU-1: „Eftir að við fengum Loft um borð eru blautir og illa lyktandi vettlingar úr sögunni. Endingartími vettlinganna hefur líka aukist til muna að ekki sé minnst á þægindin.“ Vélaverkstæði Karls Berndsen ehf. Strandgötu 10, 545 Skagaströnd • Símar: 452 2689 og 863 2689 • Fax: 452 2802 • Netfang: vkb@nett.is Vettlinga- og stígvélaþurrkarinn Loftur

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.