Ægir - 01.01.2001, Page 21
21
F R É T T A S K Ý R I N G
framleidd hefur verið fyrir Ítalíu-
markað en árangurinn hefur verið
ansi misjafn, frá ári til árs. Guð-
mundur Guðmundsson hjá SíF
segir framleiðendur almennt hafa
sinnt þessum markaði lítið, enda
hefur verðið rokkað milli ára „og
það sama má segja um framboðið.
Þetta hefur eiginlega verið víta-
hringur, því ef verðið hefur verið
gott hafa margir verkað skreið
sem aftur hefur valdið offramboði
sem hefur fellt verðið. Einkanlega
hefur verið framleitt fyrir markaði
í Nígeríu og Króatíu. Von okkar
er hins vegar bundin við útflutn-
ing á hertum hausum til Nígeríu.
Sá markaður hefur verið afar
sterkur síðustu misserin. Þar hafa
komið upp sterkir innflytjendur
með aðgang að peningum. Þessi
markaður lofar góðu, svo framar-
lega sem stjórnmálaástandið helst
stöðugt.“
Umhverfismál
Til þessa höfum við Íslendingar
getað státað af hreinum og
ómenguðum náttúrafurðum. Nú
eru hins vegar blikur á lofti hvað
varðar díoxínmengun og umræð-
an neikvæð, en díoxíð safnast í lif-
ur fiska, sérstaklega á norðurslóð-
um. Viðmælendur Ægis töldu að
Íslendingar gætu lent í erfiðleik-
um með framleiðslu á fiskimjöli
og lýsi og að þessi umræða gæti
orðið almennt neikvæð fyrir okk-
ur á erlendum mörkuðum, því
neytendur eru almennt ekki mjög
vel upplýstir um mál af þessu tagi
og þeir eigi það til að alhæfa.
Hætta sé því á að allur fiskur af
norðlægum slóðum verði talinn
díoxínmengaður og það sama
gildi um allt fiskimjöl, þótt til að
mynda loðnumjöl ætti að inni-
halda lítið díoxín vegna hins
stutta líftíma loðnunnar.
Á móti kemur að öll umræða
um erfðabætt matvæli og sýkt
kjöt er fiskinum til framdráttar.
En tíminn einn getur skorið úr
um hvað verður. Hitt er alla vega
ljóst á orðum viðmælenda Ægis
að horfurnar fyrir nýhafið ár eru
góðar og vel það.
Heildar vöru-
útflutningur
Íslendinga árið 1999
var 145 milljarðar
króna og þar af var
hlutur sjávarafurða
97,7 milljarðar eða
67,4 %. Fyrstu ellefu
mánuði ársins 2000
var vöruútflutningur-
inn 137,6 milljarðar
sem er 3,2 % aukning
frá sama tíma árið
1999. Hlutdeild
sjávarafurða í
útflutningi fyrstu
ellefu mánuði ársins
2000 er 64,3 %.
29,1
32,3
26,5
5,9 6,2
27,2
32,4
27,6
5,8
7
26,6
33,7
26
6,9 6,8
0
5
10
15
20
25
30
35
40
( % )
1998 1999 2000
Annað
Ísland, nýting aflans
1998 - 2000 Þorskur, Ýsa, Ufsi, Karfi, Grálúða (áætl. 2000)
ÓunniðSaltaðSjófrystLandfyrst
67,4
15,5
2,2
7,9 7
64,3
18,8
2,5
9,7
4,7
0
10
20
30
40
50
60
70
80
( % )
1999 2000
AnnaðAðrar iðnaðarvörurKísiljárnÁlSjávarafurðir
Ísland - Vöruútflutningur
1999 - jan.-nóv. 2000 (hlutfall m.v. fob verðmæti)
Samtals 1999 145,0 milljarðar kr.
Samtals jan. - nóv. 2000 137,6 milljarðar kr.