Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2001, Page 23

Ægir - 01.01.2001, Page 23
23 U M R Æ Ð A N Eitt af þeim verkefnum sem Hafró hefur verið treyst fyrir er að mæla og reikna út hrygningarstofn þorsks- ins. Fyrir sérhvern aldurshóp fæst hann með því að margfalda saman stofnfjöldann N, meðalþyngd fiskanna í aldurshópnum Þ og kynþroskahlutfall þeirra K. Svo þarf að leggja þyngd allra aldurs- hópanna saman (summan er táknuð hér með ∑) og fæst þá þyngd hrygningarstofnsins: Hrygningarstofn = ∑ N Þ K Halda mætti að ekki væru margir möguleikar í svo einfaldri margföldun og samlagningu að hagræða út- komunni, en það er nú öðru nær. Fjöldann Nx má skilgreina á margvíslegan hátt: N0: Fiskafjöldinn í stofninum (árganginum) í upphafi ársins N1: Fiskafjöldinn í stofninum í lok ársins NS: Meðalfiskafjöldinn í aldurshópnum á árinu. NH: Fiskafjöldinn í stofninum á hrygningatíma NR: Fjöldinn í stofninum á ralltíma Sömu 5 möguleikar eru á að skilgreina meðal- þyngd fiskanna í hverjum aldurshóp stofnsins. Auð- velt er að mæla meðalþyngdir fiskanna í aflanum ÞxA, en það er ekki það sama og meðalþyngdirnar í stofninum ÞxS. Það gefur 10 möguleika á að skil- greina meðalþyngd aldurshópsins: Þ0S, Þ1S, ÞSS, ÞHS, ÞRS, Þ0A, Þ1A, ÞSA, ÞHA og ÞRA. Og kynþroskahlutfallið má svo skilgreina á sama hátt. Þyngdir og kynþroski á hrygningatíma ÞHA, ÞHS: KHA, KHS, verður skilgreint hér á svolítið sér- stakan hátt sem þyngdir og kynþroskahlutföll á hrygningatíma á hrygningaslóð, í afla eða stofni. Þau eru því ekki meðaltöl yfir allan stofninn á einhverju tímabili, eins og hinar stærðirnar. Varðandi summuna þarf að ákveða hvort telja skuli þriggja ára þorska með í hrygningastofninum, eins og Hafró gerir eða ekki eins og Hafró reiknar veiði- stofninn. Það eru því 2 x 5 x 10 x 10 eða 1000 mögu- leikar á að reikna út ∑ N Þ K eftir því hvaða niður- stöðu menn vilja fá. Eins og þegar Sólon Islandus keppti við hinn heimsfræga útlenda reiknimeistara um hvor gæti reiknað fleiri og mislitari börn í svert- ingjakonu, geta nú allir keppst við að reikna hrygn- ingarstofn þorsksins sem stærstan. Fyrst leyfður afli er í hlutfalli við stofnstærðina gæti LÍÚ t.d. fundist best að reikna hrygningarstofninn (1993) sem: LÍÚ reikningar: ∑3 N0 Þ1A KHA = 472 þús. tonn Umhverfishryðjuverkamenn, eins og Grænfriðung- ar og sæverndarar, vildu e.t.v. fremur reikna út: Greenpeace reikningar: ∑4 N1Þ0SK0S = 49 þús. tonn. Báðar niðurstöðurnar eru jafn réttar, spurningin er hvor niðurstaðan er betri. Spurning um tilgang, hver á að nota þessar niðurstöður eða til hvers? Hafró fylg- ir fremur LÍÚ, reiknar stofnana og kvótana stóra og lætur umhverfishryðjuverkamenn ekki hafa áhrif á sig. Ekki er þar með sagt að allir 1000 möguleikarnir séu jafn réttir. Aðalatriðið er að einn þeirra er án minnsta vafa réttastur, og skiptir þá minna máli hvort hinir 999 séu eitthvað misrangir. Óneitanlega eru þó tölur fyrir hluta stofnsins fráleitari en meðal- töl fyrir hann allan. Kynþroskahlutfall hrygningar- stofnsins er t.d. heilum hærri (1) en hlutfallið fyrir hinn hluta stofnsins (0) en hvorug talan sýnir kyn- þroska stofnsins. Með því að velja hluta af stofninum verða tölur Hafró um kynþroska yngri hluta þorsk- stofnsins úr tengslum við raunveruleikann og gefa al- ranga mynd af hrygningarstofninum. Að reikna hrogn í þorska Höfundur er Einar Júlíusson, kennari við sjávarútvegs- deild Háskólans á Akureyri.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.