Ægir - 01.01.2001, Page 25
25
U M R Æ Ð A N
þúsund þöglir þorskar úr þeirri hrygningu í Íslandsála að hrygna
þar tugmilljarði eggja 17 ára gamlir. Vitað er að stór hluti
eggjanna klekst út en lítið er vitað um afdrif þeirra eftir það. Ef
til vill verða seiðin langflest hungurmorða en líklegra má þó
telja að það séu þau seiði sem éti flest hinna út á gaddinn. Fyrst-
ir koma fyrstir fá. Ég túlka allavega sveiflur þorskstofnsins sem
svo að kynslóðabilið í honum muni vera 10-11 ár, og þótt fáir
gullþorskar séu nú eftir gætu þeir skipt meira máli en þær 35
milljónir kynþroska 3 og 4 ára þorska sem Hafró fullyrðir (rang-
lega) að séu nú á Íslandsmiðum. Eftir að Hafró og sjávarútvegs-
ráðherra hafa í sameiningu gert tillögur og leyft veiðar langt
fram úr samþykktri aflareglu í 4 ár í röð fer að síga á ógæfuhlið-
ina með golþorskana. Nýliðun þorsksins fer því nú vafalaust
versnandi. Lægi einhver alvara að baki aflareglunni ætti að
sleppa þorskveiðum í eitt ár til að leiðrétta umframveiði síðustu
ára en slíkt verður auðvitað ekki gert. Fremur er reglunni breytt
í þá veru að fyrst veitt var of mikið í ár verður að veiða of mikið
næsta ár til sveiflujöfnunar! Það er heldur engu stjórnað í þorsk-
veiðunum nema heildarmagninu sem landað er. Heilmiklu er
hent, jafnvel í beinni sjónvarpsútsendingu, og enginn hugar að
skaðsemi veiðarfæranna. Páskastoppið verndar heldur ekki gol-
þorskana mikið; í fiskbúðunum er þegar farið að selja úr þeim
hrognin og lifrina löngu fyrir jól. Eina takmkörkunin á veiðum
þeirra er því sú að ekki sé komið með meira en 230 þús. tonn af
golþorskum í land og hvaða hætta er á því? Enda hefur sóknin
í golþorskastofninn aldrei verið eins mikil og nú. Þessi stórsókn
gæti tafið uppbyggingu þorskstofnsins um fjölmörg ár og kost-
að núverandi eigendur hans, sægreifana, jafnvel hundruð millj-
arða króna.
Tilvísanir:
1)
Kynþroski ýsunnar er tekinn beint úr ralltölum en í raun er
óljóst hvaða þyngdartölur eru notaðar eftir 1999 því þær eru
talsvert lægri en þær ÞRS tölur sem sagðar eru notaðar. Hugsan-
lega er hér bara leiðrétt fyrir veiðanleika sýnatökuvörpunnar, en
hún velur eins og botnvörpur togaranna stærstu fiskana úr
stofninum og það er ekki hægt að taka meðalþyngdirnar beint úr
rallinu fremur en nokkur meining er í að taka meðalþyngdirnar
í aflanum til að reikna út stofnþyngdina.
2)
KHS er talsvert óviss stærð en í ástandsskýrslum fyrir 1999
var KHA = 0.562. 1999 breyttust allar kynþroskatölur án þess að
eldri hrygningarstofnar væru neitt endurmetnir (Hrygningar-
stofn (1993) hefði átt að fara úr 218 þús. tonnum í 277 þús.
tonn), og í nýjust skýrslum stendur talan KHA = 0.466.
3)
Hér er ekki leiðrétt fyrir veiðanleika rallvörpunnar svo þessi
tala (ÞSS og KSS) er líklega enn ofmetin.