Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2001, Qupperneq 32

Ægir - 01.01.2001, Qupperneq 32
32 F I S K E L D I 1°C lægri en lágmarkshitinn um 1°C hærri. Við Grímsey og á Austfjörðum er hitastigið lægst og sérstaklega er sumarhitinn lágur og lægstur er hann í Stöðvarfirði. Almennt er hægt að segja að sjávarhiti hér við land sé lægri en þar sem laxeldi hefur verið stund- að í nágrannalöndum okkar. Sér- staklega á þetta við um norðan- og austanvert við landið. Daggráður Til að einfalda hlutina er oft not- ast við svokallaðar daggráður í fiskeldi sem er summan af meðal- hita hvers dags yfir allt árið. Með þessu fæst ein tala, sem á einfald- an hátt gefur til kynna heildar- varmamagnið á staðnum og segir því mikið til um vaxtarskilyrðin fyrir eldisfiskinn. Þessi tala er gef- in upp á 4. mynd fyrir staðina á 2. mynd. Við Ísland er hún hæst í Vestmannaeyjum 2903 og í Grindavík 2758 sem stafar að verulegu leyti af því að þar er sjáv- arhiti mjög hár yfir vetrarmánuð- ina. Næst kemur Reykjavík með 2313 daggráður og lækkar þessi tala síðan í meginatriðum þegar farið er sólarsinnis kringum land- ið og er hún lægst í Stöðvarfirði 1344. Almennt eru gildi frá öðr- um stöðum þar sem laxeldi er stundað töluvert hærri en við Ís- land en segja má að gildin fyrir Vardö sem er nyrst í Noregi og við Svartnes inn af Tromsö séu í námunda við það sem almennt gerist hér við land. Hafís Hafís er ekki eins ótíður gestur á flóum og fjörðum norðanlands og austan eins og margur kann að halda og fylgir honum ávallt mjög kaldur sjór, þannig að jafn- vel þó að firðir og flóar fyllist ekki af ís, þá fellur hitastigið í sjónum mikið. Mest er útbreiðsla hafíssins að vorlagi í maí og jafnvel í júní. Veðurstofa Íslands hefur flokkað árin á síðustu öld eftir því hversu mikill hafís var við strendur landsins (Eiríkur Sigurðsson og Þór Jakobsson 1991). Í þeim flokki þar sem mestur hafís er við landið eða mikill ís, að jafnaði við Norðvestur-, Norður- og Austur- land, voru 11 ár á nýliðinni öld. Enn oftar gerði hafís usla á nítj- ándu öldinni þannig að þetta er atriði sem huga þarf að. Slíkar hafískomur verða þegar pólsjór úr Austur-Grænlandsstraumi streymir inn á landgrunnið norð- anlands af einhverjum orsökum sem við þekkjum ekki til fulls og kemur í raun í stað Atlantssjávar- ins sem þar ríkir venjulega. Engin leið er í dag til að segja fyrir um hvenær slíkt gerist næst og nægir í því sambandi að nefna að á ára- bilinu 1920-1964 voru flestöll mjög hagstæð en næstu sex ár frá 1965-1970 voru mjög óhagstæð og sum mikil hafísár við norður og austurströnd landsins. Ekki er neins staðar, þar sem fiskeldi er stundað í sjó slík hætta á hafís eins og hér er. Víða er þó hætta á lagnaðarís en hans gætir einnig hér við land en verður einkum vart fyrr á árinu en hins eiginlega hafíss. Súrefni Ýmis önnur atriði en hitastig geta haft áhrif á fiskeldi og eitt þeirra er hvernig umhverfið ræður við það aukna álag og þá mengun sem eldinu fylgir og einnig hvernig það getur fært fiskunum það súr- efni sem til þarf. Í því sambandi er nauðsynlegt að athuga strauma og endurnýjun sjávar. Firðir á Ís- 2. Mynd. Kort af Norður-Atlantshafi þar sem sýndir eru þeir staðir sem rætt verður um í þessari grein. 3. Mynd. Mánaðarmeðaltöl hitastigs á stöðum sem sýndir eru á 2. mynd. Staðir við Ísland eru teiknaðir með rauðu.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.