Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Síða 38

Ægir - 01.01.2001, Síða 38
38 F I S K I R A N N S Ó K N I R fékkst einn nýhrygndur koli út af Sólheimasandi í lok maí. Næsta vetur fengust fá merki en á hrygn- ingartíma næsta vors veiddust skarkolar eingöngu við suðvestan- vert landið (5. mynd, þriðja ár). Árstíðabreytingar á dýpi Skarkolar frá merkingasvæðunum tveimur virðast halda sig á ólíku dýpi allt árið. Skarkolinn í sunn- anverðum Breiðafirði fékkst eink- um á 40-50 m dýpi frá vori fram á haust, en var farinn að dýpka nokkuð á sér í nóvember (6. mynd). Áreiðanlegar niðurstöður vantar frá desember til febrúar, en í mars fékkst kolinn einkum á 80- 90 m dýpi. Skarkolinn á Fláka- kanti veiddist hinsvegar á u.þ.b. 100 m dýpi á hrygningartíma í mars og apríl, fékkst síðan grynnra er leið á sumarið, einkum á 60-90 m dýpi frá júní fram í október. Í nóvember virðist kolinn byrja að dýpka á sér og þá var með- aldýpi endurheimta um 90 m. Umfjöllun Hér hefur verið fjallað um tvær stofneiningar skarkola í Breiða- firði. Athygli vekur ólíkt göngu- mynstur þeirra þrátt fyrir að ein- ungis 14 sjómílur aðskilji merk- ingasvæðin. Í grófum dráttum má lýsa göngum skarkolans á eftirfar- andi hátt: Skarkoli sem hrygnir á Fláka- kanti heldur eftir hrygningu í fæðuleit í norðanverðan Breiða- fjörð og á Vestfjarðamið. Hann kemur síðan aftur á sama hrygn- ingarsvæði næstu ár, þó með nokkrum undantekningum. Þetta göngumynstur er síðan endurtek- ið næstu ár. Niðurstöðurnar benda því til tryggðar skarkola við hrygningarsvæðið, en sýna jafnframt að sumir kolar hrygna á öðrum svæðum næstu ár. Það er í samræmi við rannsóknir á skar- kola í Norðursjó, og þar hefur einnig verið sýnt fram á að ein- stakir kolar geta fært sig milli hrygningarsvæða á sama hrygn- ingartímabilinu (Metcalfe & Arnold, 1997). Skarkoli á grunnslóð út af Ólafsvík heldur sig í sunnanverð- um Breiðafirði sumarið eftir merkingar. Á vetrarmánuðum veiðist hann lítið en á hrygningar- tíma fæst hann einkum við suð- vestanvert landið, frá Vestmanna- eyjum að Reykjanesi og einnig á Flákakanti í Breiðafirði. Næsta sumar dreifir kolinn sér víða á 0 40 80 120 JAN FEB MAR APR MAÍ JÚN JÚL ÁGU SEP OKT NÓV DES Flákakantur Út af Ólafsví 13 65 143 168 40 27 15 15 19 86 52 38 13 29 6. mynd. Skarkolamerkingar í Breiðafirði. Meðaldýpi (+/- 95% öryggismörk) endurheimta eftir árstíma. Fjöldi merkja í hverjum mánuði er sýndur ofan myndarinnar. Einungis eru sýndar niðurstöður fyrir mánuði þar sem fleiri en 5 merki fengust. D ýp i ( m ) Halldór Kristmundsson og Jón Sólmundsson við skarkolamerkingar um borð í Steinunni SH.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.