Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Síða 40

Ægir - 01.01.2001, Síða 40
40 N Ý J U N G A R Nú í janúar afhenti vélaverkstæðið Seigla í Reykjavík nýjan hraðfiskibát úr plasti til Magnúsar Gústafs- sonar á Hólmavík, en báturinn var smíðað- ur gagngert fyrir hann. Þetta er jafn- framt fyrsti báturinn sem Seigla smíðar, en til þessa hefur verk- stæðið einkum sinnt vélaviðgerðum og breytingum á bátum. Stundum svo miklum að nánast hefur verið um nýsmíði að ræða, segir Sverrir Bergmann einn eig- enda fyrirtækisins. Hann segir að því hafi mönnum þótt eðlilegt að stíga loks skrefið til fulls og smíða nýjan bát frá grunni. Hólmavíkurbáturinn nýi er 10 metra langur og þriggja metra breiður og reiknast að vera 5,9 brúttórúmlestir. Seigur - 1000, er tegundarnafn af hálfu Seiglu. Bát- urinn verður gerður út samkvæmt krókaflamarki, sem er það fisk- veiðistjórnunarkerfi í smábátaút- gerð sem boðað er að komi í ná- inni framtíð. Einnig verður hægt að fá báta frá Seiglu afhenta af teg- undinni Seigur 935 og þá báta má gera út í þorskaflamarkskerfinu sem enn er við lýði. Talsverður áhugi er meðal manna á kaupum á nýjum plast- bátum, það merkja stjórnendur Seiglu m.a. af undirtektum sem þeir fengu í kynnisferð með bát- inn, en þegar honum var siglt til Hólmavíkur til kaupenda þar höfðu Seiglumenn viðkomu í nokkrum höfnum við vestanvert landið þar sem fjöldi fólks kom á kajann og kynnti sér hinn nýja bát. Fullsmíðaður en án tækja og búnaðar kostaði báturinn, sem ber nafnið Hafbjörg ST 77, um 12,5 milljónir króna, en ætla má að þegar öll tæki séu kominn í bát- inn verði kostnaður orðinn nær 15,0 milljónir króna. Nú þegar vinna Seiglumenn að smíði annars plastbáts, sem þeir ætla að ljúka við á útmánuðum. Ekkert er ákveðið um frekari nýsmíðar en ljóst er þó að áhugi smábáta- manna á nýsmíðaverkefnum er talsverður og vekur það bjartsýni meðal eigenda Seiglu. Vélaverkstæðið Seigla ehf. er við Grandagarð í Reykjavík og er tíu ára um þessar mundir. Upp- haflega starfaði fyrirtækið einkum við vélaviðgerðir „...en síðan var það eitthvert haustið að rólegt var hjá okkur og þá brá ég mér á nám- skeið í að nota trefjaplast. Ég sá að gott væri að hafa einhverja slíka þekkingu ef við værum að til dæmis að steypa undirstöður und- ir vélar í báta. En síðan hefur bátasmíði úr plasti orðið æ stærri hluti af starfsemi okkar. Við höf- um verið að smíða báta að veru- legu leyti og í þá stóra hluti, en aldrei heilan bát - fyrr en nú - og því var tími til kominn,“ segir Sverrir Bergmann að síðustu. Fyrsta nýsmíði Seiglu ehf. í Reykjavík vekur áhuga smábátamanna: Seiglubátur til Hólmavíkur - „kominn tími til að fara út í eigin framleiðslu,“ segir Sverrir Bergmann hjá Seiglu Magnús Gústafsson(t.h.) tekur við nýja bátnum af Sverri Bergmann hjá Seiglu. Seiglubáturinn Seigur hefur reynst vel í prófunum. Mynd: Sverrir Jónasson

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.