Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2001, Qupperneq 41

Ægir - 01.01.2001, Qupperneq 41
41 N Ý T Æ K N I Nýverið kom á markað ný ratsjá frá JRC. Ratsjáin ber heitið JMA-7700. Þetta er litaratsjá með 21" skjá og er hann framleiddur með tveim mismunandi sendum, 10 og 25 kw. S-band útgáfa er væntanleg fljótlega. Fullkomnar ARPA aðgerðir og plotter er staðalbúnaður í ratsjánni, en auk þess er C-map kortaplotter fáanlegur sem aukabúnaður. Með C-map kortaplotternum fást öll sjókort, íslensk sem erlend, þar með talin hafnakort og ýmis sérkort eins og sjómenn þekkja. Allur búnaður ratsjárinnar, svo sem truflanadeyfar, eru af fullkomnustu gerð en framleiðandinn JRC er þekktur fyrir vandaða framleiðslu enda framleiðir JRC og fyrirtæki í eigu JRC ratsjárhluta sem aðrir ratsjárframleiðendur sækjast eftir að nota í sína framleiðslu. Öll stjórnun JMA-7700 er auðveld og ratsjáin framleidd með kröfur fiskimannsins í huga. Undanfarin þrjú ár hafa nokkur hundruð ratsjár frá JRC verið settir upp um borð í íslenskum fiskiskipum. Það hefur hins vegar vantað sárlega ratsjá þeirrar gerðar sem JMA-7700 í framleiðslulínu JRC svo færi gæfist á að sinna öllum stærðum og gerðum íslenska fiskiskipaflotans en nú hefur verið úr því bætt og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Nú þegar hefur JMA-7700 ratsjáin verið sett upp um borð í tveim skipum og er reynslan af henni frábær, segir í tilkynningu frá Ísmar hf., umboðsaðila JRC á Íslandi en Ísmar hf. sem nýlega keypti Rafhús ehf. og hafa félögin verið sameinuð. Ísmar hf. er til húsa að Síðumúla 37 og hefur í sýningarsal sínum ratsjá af þessari gerð ásamt fleiri valkostum frá JRC. Ísmar setur nýja JRC ratsjá á markað JMA-7700 ratsjáin.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.