Ægir - 01.01.2001, Page 42
42
Þ J Ó N U S T A
Tryggvi Traustason, starfs-
maður Stýrisvélaþjónustu
Garðars síðustu 15 árin,
hefur keypt fyrirtækið og
breytt nafni þess í Stýri-
vélaþjónustan ehf. Tryggvi
segir að áfram verði hald-
ið á sömu braut í þjónustu
fyrirtækisins, sem fyrst og
fremst snýr að sölu- og við-
gerðaþjónustu stýrisbún-
aðar í skip og báta og
framleiðslu á plasthurðum
fyrir skip og báta.
„Ætlunin er vitanlega að útvíkka starf-
semina þegar fram í sækir en við munum
leggja mest upp úr að halda þeirri þjón-
ustu sem snýr að stýrisbúnaðinum, bæði
sölunni og viðgerðarþjónustunni,“ segir
Tryggvi í samtali við Ægi og bætir við
að jafnframt þessu falli til ýmis verkefni
í stálsmíði, s.s. smíði og viðhald öxla og
tjakka og þess háttar.
„Þessu til viðbótar hefur fyrirtækið átt
gott samstarf um árabil við Trefjar hf. í
Hafnarfirði um framleiðslu á plasthurð-
um fyrir skip og báta. Þeir hafa séð um
plastframleiðsluþáttinn en Stýrivélaþjón-
ustan annast stálsmíðina og þessi þáttur í
starfseminni hefur verið að styrkjast og
mun vonandi gera það enn frekar. Við
eigum á þessu sviði í samkeppni við inn-
flutning en framleiðsla okkar er fyllilega
samkeppnisfær hvað gæði og verð áhrær-
ir og ætti þess vegna að vera áhugaverður
valkostur fyrir kaupendur hér á landi,“
segir Tryggvi.
Þjónustan okkar besta
auglýsing
Stýrivélaþjónustan er umboðasaðili fyrir
stýrisbúnað frá danska fyrirtækinu Scan-
steering, Rolls Royce-Tannfjord og Emil
Bogsvik í Noregi. Því til viðbótar hefur
fyrirtækið umboð fyrir hollensk Becker-
týri, betur þekkt sem flapsastýri.
„Það er mikilvægt í svona þjónustu að
hafa yfir að ráða varahlutum og helsta
grunnbúnaði ef eitthvað fer úrskeiðis og
tilfellið er að menn vilja sem allra minnst
stoppa bátana ef eitthvað bilar. Við reyn-
um því að bregðast hratt við þegar á okk-
ur þarf að halda og ég er ekki í vafa um
að þjónusta okkar um borð í bátunum og
skipunum er okkar besta auglýsing.
Vissulega erum við ekki stórt fyrirtæki,
með aðeins þrjá menn, en engu að síður
eru töluverðir kostir fólgnir í smæðinni
og við eigum auðveldara með að sinna
ýmsum sérþörfum viðskiptavinanna,“
segir Tryggvi og bætir við að stóru fyrir-
tækin í stáliðnaðinum, s.s. skipasmíða-
stöðvarnar, sæki töluverða þjónustu til
þeirra þrátt fyrir að búa yfir eigin þjón-
ustudeildum í iðnaðinum.
„Við njótum þess að vera eina fyrirtæk-
ið á landinu sem sérhæfir sig í viðgerða-,
varahluta- og söluþjónustu á stýrisbún-
aði, fyrir skip og báta. Hér höfum við
yfir að búa sérþekkingu á þessum hluta
skipanna sem hægt er að sækja með litl-
um fyrirvara þegar á þarf að halda,“ seg-
ir Tryggvi Traustason, eigandi og fram-
kvæmdastjóri Stýrivélaþjónustunnar.
Stýrivélaþjónustan ehf. tekin við af Stýrisvélaþjónustu Garðars:
Þjónustan byggð
á sama grunni og áður
- segir Tryggvi Traustason, framkvæmdastjóri og nýr eigandi
Tryggvi Traustason.
Myndir: Sverrir Jónasson