Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2001, Qupperneq 44

Ægir - 01.01.2001, Qupperneq 44
44 S K I P A S T Ó L L I N N Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Fiskifélagi Íslands, skrifar Faxi RE 9 mikið endurbættur B R E Y T T F I S K I S K I P Mynd: Guðbergur Rúnarsson Helstu breytingar á Faxa voru að vélarúmið var endurnýjað með; nýrri 4140 kW Wärtsilä aðalvél ásamt skrúfu, gír og ásrafal, nýrri hliðarskrúfu að aftan, stýrisvél og stýri, endurbættri rafmagnstöflu og nýjum vélgæsluklefa. Þá var skipið lengt um 10,2 metra og allt afturskipið endurbyggt ásamt íbúðum á aðalþilfari. Lestar skips- ins voru teknar í gegn, einangrað- ar og málaðar, toggálginn endur- nýjaður, nótakassi stækkaður og nótakrani og spil flutt til, gangur á efra þilfari lokaður og margt smærra endurnýjað. Skipið er nú búið kælibúnaði sem samanstend- ur af þremur 30 tonna ísvélum fyrir ískrapaframleiðslu. Skipið er útbúið til nóta- og flotvörpuveiða. Faxi RE er í eigu Faxamjöls hf. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Torfi Þorsteinn Þorsteinsson, skipstjóri Ólafur Einarsson, yfir- stýrimaður Sigurður Ólafsson og yfirvélstjóri Baldvin Agnarsson. Greinargóða lýsingu af Faxa RE eins og hann var við komuna til landsins er að finna í 3. tbl. Ægis frá árinu 1987. Breytingar hér heima Eftir að skipið kom heim var strax hafist handa við niðursetningu á tveimur rafknúnum Ibercisa tog- spilum frá Naust-Marine. Vind- urnar toga 57 tonn hvor á tóma tromlu en halda 78 tonnum. Í desember s.l. kom Faxi RE til heimahafnar eftir viðamiklar endurbæt- ur í Póllandi. Endurbæturnar voru framkvæmdar hjá Nauta Shipyard í Póllandi, en Teiknistofa KGÞ á Akureyri hannaði breytingarnar.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.