Ægir - 01.01.2001, Page 45
45
S K I P A S T Ó L L I N N
Búnaðurinn frá Naust-Marine
kemur með svokölluðu „auto-
trolli“ og ATW Symmetry
Control búnaði sem notar straum-
stefnuskynjara frá Scantrol í Nor-
egi.
Skipið nú -
almenn lýsing
Skipið er smíðað úr stáli sam-
kvæmt reglum og undir eftirliti
Det Norske Veritas í flokki ✢ 1
A1, Deep Sea Fishing, Ice C,
✢MV. Skipið er tveggja þilfara
fiskiskip útbúið til nóta-, og flot-
vörpuveiða. Það er með gafllaga
skut, perustefni, bakka og yfir-
byggingu á þremur hæðum aft-
antil á efra þilfari.
Undir aðalþilfari er skipinu
skipt með sex vatnsþéttum þver-
skipsþilum í eftirtalin rými talin
framan frá; stafnhylki fyrir sjó-
kjölfestu, sónar- og bógskrúfu-
rými ásamt frystivélarými með
frystivél og ljósavél, krapaístank-
ur og þrír lestartankar með lang-
skipsþilum, vélarúm og skuthylki
fyrir eldsneyti. Undir lestarýmum
eru botngeymar fyrir brennsluolíu
og sjókjölfestutanka.
Fremst á aðalþilfari er geymsla
og keðjukassar, þá ný innréttað og
klætt rými fyrir þrjár ísvélar og
rafknúnar vökvadælur, lestartank-
ar með göngum út í báðum síðum
og fyrir framan íbúðir. Aftast í
skipinu eru íbúðir, eldhús, borð-
og setustofa og aftast stýrisvéla-
rými. Útgönguleiðir frá íbúðum á
aðalþilfari eru þrjár: um stiga-
gang upp á efraþilfar og út um
tvo útganga fram á ganga aðalþil-
fars. Á aðalþilfari fyrir framan
íbúðir er allstór þjónustulúga fyr-
ir vélarúm og sleði fyrir færslu-
blökk.
Á efra þilfari er fremst hvalbak-
ur með geymslum. Hann var
lengdur aftur um þrjá metra að
þessu sinni og mastrið að framan
endurnýjað. Fyrir framan brú er
nýr 52 tm Palfinger krani með
vírspili frá Atlas, sjóskilja frá Þór
hf. í Vestmannaeyjum, fiskidæla
og tvær Rapp snurpuvindur frá
árinu 1993 svo eitthvað sé nefnt.
Gangur meðfram íbúðarhúsi
stjórnborðs var lokaður og fyrir-
komulagi aftan við þilfarshús um-
bylt. Nótakassinn var endursmíð-
aður og flotvörpuvinda færð niður
á þilfarið. Byggður var nýr og öfl-
ugur toggálgi með Rapp kapal-
vindu fyrir flotvörpubúnað.
Bátaþilfarið fyrir aftan brú var
endurbyggt og stækkað. Á báta-
þilfari eru tvær nýjar 57ja tonna
Ibercisa togvindur, rafknúnar frá
Naust Marine ásamt stjórnbún-
aði.
Helstu mál og stærðir
Aðalmál:
í dag í upphafi
Mesta lengd (Loa) 66,80 m 53,21 m
Breidd (mótuð) 11,00 m 11,00 m
Dýpt að neðra þilfari 5,60 m 5,60 m
Dýpt að efra þilfari 8,00 m 8,00 m
Rými og stærðir:
Eigin þyngd 1600 tonn 925 tonn
Særými við djúpristu
í ris á miðbandi 3400 t/7m 2498 t/6,8m
Lestarými 1600 m3 1260 m3
Brennsluolíugeymar 400 m3 189 m3
Ferskvatnsgeymar 78 m3 74 m3
Stafnhylki (sjór) 25 m3 25 m3
Mæling:
Brúttó rúmlestir (Brl) 892,80 712,00
Brúttótonna (B.tonn) 1395,00 540,00
Nettótonn 467,00 320,00
Skipaskrár númer 1742
Aflvísir 20.831
Reiknuð bryggjuspyrna (tonn) 71
Smíðaár/mán 1987/02