Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 46
46
S K I P A S T Ó L L I N N
Íbúðir
Í skipinu eru íbúðir og klefar fyr-
ir 19 manna áhöfn í eins og
tveggja manna klefum, auk
sjúkraklefa.
Á aðalþilfari er eldhús með búri
og sambyggður borðsalur með
setustofau bakborðmegin í skip-
inu. Miðskips eru fremst véla-
reisn, þá símaklefi, þvottahús, sal-
erni og íbúðaklefar. Aftast er stýr-
isvélarými með dælustöðvum fyr-
ir vökvakerfi aftursskips. Stjórn-
borðsmegin á aðalþilfari eru
fremst verkstæði og stigagangur
fyrir vélarúm, þá íbúðarklefar og
aftast kæli- og frystiklefar fyrir
kost.
Á fyrstu hæð í þilfarshúsi eru
tveir eins manns klefar, einn
tveggja manna klefi, sjúkraklefi
og líkamsræktarstöð. Þar aftanvið
eru hlífðarfataklefi, salerni, sturta
og vélareisn.
Í þilfarshúsi á efri hæð er íbúð
skipstjóra með setustofu stjórn-
borðsmegin, ásamt salerni og
sturtu. Bakborðsmegin eru tveir
eins manns klefar og klefi fyrir
loftræstibúnað. Vistarverur eru
hitaðar með miðstöðvarofnum.
Lestarrými
Skipið var lengt um 10,2 metra
og er nú um 67 metra langt. Við
lenginguna jókst burðargeta
skipsins úr 1200 tonnum í 1600
tonn, miðað við ókælt hráefni.
Lest skipsins er skipt í þrjár lestir
sem skiptast niður með langskips-
þilum í bakborðs-, mið- og
stjórnborðstank. Lestarnar eru
fremsta lest nr.1, miðlest nr. 2 og
afturlest nr. 3. Lestatankarnir
framlengjast upp í gegnum aðal-
þilfarið upp á efra þilfar. Í lestum-
tönkum eru sjö vatnsþéttar
rennilúgur á langþilum fyrir
löndun. Allar lestar voru endur-
smíðaðar, einangraðar og klædd-
ar. Þá voru allar lestarlúgur á efra
þilfari endurnýjaðar. Í skipið var
sett nýtt öflugt sjókjölfestudælu-
kerfi og nýtt austurskerfi. Fyrir
lestar er nýtt ískrapakerfi sem
samanstendur af þremur North-
star M60/6 ísvélum frá Kælitækni
hf. og Kværner/Howden 160kW
skrúfukæliþjöppu. Framleiðslu-
geta ísvélanna er samtals 90 tonn
af ískrapa á sólarhring. Ískrapinn
verður geymdur í fremsta miðju-
tanki lesta, sem rúmar 75
rúmmetra. Ískrapakerfið notar
kælimiðilinn er R-507.
Vélbúnaður
Gamla aðalvélin var Wichmann,
1800 kW við 600 sn/mín. Henni
var skipt út fyrir nýja, ásamt gír
og skrúfu frá Wärtsilä NSD.
Nýja aðalvélin er af gerðinni
9L32, fjórgengisvél með for-
þjöppu og eftirkælingu. Hún er
4140 kW (5.630hö) við 750
sn/mín.
Skrúfugírinn er af gerðinni SCV
85-P53 með gírhlutfallinu 5,36:1.
Skrúfan er af gerðinni CP 90 með
stillanlegum skurði, fjórum blöð-
um og snýst 140 sn/mín við 750
snúninga á vél. Þvermál skrúf-
unnar er 3,7 metrar og er hún í
föstum hring.
Ferill Faxa
Skipið er nr. 501 frá Szczecin Ship Repair Yard í Stettin í Póllandi árið 1987. Það var smíð-
að fyrir Gísla Jóhannesson útgerðarmann í Reykjavík árið 1987 og hét þá Jón Finnsson RE
506. Frá júlí 1995 er skipið í eigu Steinavíkur ehf í Þorlákshöfn og hét Hersir ÁR 4. Skipið
var keypt til Vestmannaeyja í apríl 1997 af Vinnslustöðinni og hét í eigu þess Kap VE 4.
Faxamjöl hf. eignast skipið í ágúst 1998 og gaf því núverandi nafn Faxi RE 9. Árið 1992 var
skipið lengt aftur um þrjá metra og toggálga breytt.