Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2001, Síða 6

Ægir - 01.03.2001, Síða 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Það er ekki þægilegt að setjast niður og skrifa þennan pistil laugardaginn 17. mars í skugga sjómannaverkfalls. Fiskiskipin eru komin til hafnar og flest fiskvinnslu- fyrirtæki munu stöðvast á næstu dögum. Þetta gerist þegar mest aflast og kemur mjög illa niður á fólki og fyrirtækjum. Vonandi verður búið að gera kjarasamn- inga milli sjómanna og útvegsmanna þeg- ar þessi pistill birtist. Við þessar aðstæður er rétt að fjalla um málefni sem sameigin- leg fyrir alla þá sem láta sér varða sjávarút- veg á Íslandi. Starfsmenntun í atvinnulífinu hefur mjög komið til umræðu að undanförnu. Fyrir því liggja ýmsar ástæður. Samsetn- ing vinnumarkaðar og kröfur atvinnulífs- ins hafa verið að breytast. Stóraukin áhersla á hvers konar viðskiptamenntun ásamt nýjum kröfum á upplýsinga- og tækniöld hafa orðið til þess að mun minni áhugi á menntun sem tengist sjávarútvegi. Samhliða fjölgun starfa á vinnumarkaði á síðustu árum hefur starfsfólki fækkað nokkuð í sjávarútvegi. Munar þar mest um fækkun fiskvinnslufólks. Fækkun starfa í sjávarútvegi er afleiðing sameininga fyrir- tækja og veiðiheimilda fiskiskipa og auk- innar tæknivæðingar í fiskvinnslunni. Þetta gerist á tímum mikillar þenslu á höfuðborgarsvæðinu í verslun og þjónustu og hjá upplýsinga- og tæknifyrirtækjum. Á nokkrum árum hefur hlutfall starfa í sjávarútvegi lækkað úr 13% í 10% og er nú áætlað að um 13 þúsund manns starfi við útgerð og fiskvinnslu hér á landi. Við þessar aðstæður, á tímum mikillar alþjóðlegrar samkeppni og tæknivæðing- ar, lá fyrir að þetta hefði margvísleg áhrif á sjávarútveginn og allt sem honum tengist. Menntastofnanir í greininni hafa ekki far- ið varhluta að þessum breyttu aðstæðum. Aðsókn í Stýrimannaskólann hefur minnkað mikið á undanförnum árum og Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði stendur nú á erfiðum tímamótum. Vélskólinn hef- ur haldið betur sínum hlut, enda má segja að vélstjórnarmenntunin skapi fleiri möguleika í öðrum atvinnugreinum. Há- skólinn á Akureyri hefur haldið uppi öfl- ugri sjávarútvegsdeild til margra ára og Háskóli Íslands, hefur einnig boðið hefur upp á mastersnám og margir sjávarútvegs- menn hafa lokið námi hjá Endurmenntun- arstofnun skólans á síðustu árum. Fiskvinnslunám er nú á erfiðum tíma- mótum. Húsnæði Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði hefur verið auglýst til sölu og skólastjórinn hefur fengið það hlutverk að gera tillögur um framhald námsins. Starfs- greinaráð sjávarútvegs og siglingagreina, undir forsæti Jóns Sigurðssonar, fyrrv. skólameistara á Bifröst og formanns skóla- nefndar Stýrimannaskólans, hefur undan- farið fjallað um framtíðarskipulag sjávar- útvegsmenntunar hér á landi. Ljóst er að minnkandi aðsókn í námið kallar á endur- skoðun. Atvinnugreinin hefur sjálf verið að nálgast viðfangsefnið að undanförnu og hefur einkum verið horft til þess sem gerst hefur í málefnum viðskiptamenntunar. Aðkoma viðskiptalífsins skipti sköpum í stofnun og starfsemi Verslunarskólans og Samvinnuskólans, nú Viðskiptaháskólans á Bifröst. Nú síðast kom atvinnulífið myndarlega að stofnun Viðskiptaháskól- ans, nú Háskólans í Reykjavík. Þá hefur síðustu misseri verið unnið að stofnun Tækniháskóla atvinnulífsins með virkri aðkomu hagsmunaaðila á vinnumarkaði. Breyttar aðstæður í menntunarmálum í sjávarútvegi kalla á nýjar áherslur. Engum er betur til þess treystandi að hafa forystu um mótum nýrra hugmynda en Jóni Sig- urðssyni, en hann hefur umfangsmikla reynslu í stjórnun og uppbyggingu fram- haldsskóla. Vandamál Fiskvinnsluskólans hafa legið fyrir í nokkur ár. Þrátt fyrir end- urskoðun á námsframboði hefur nemend- um farið fækkandi. Sama þróun hefur ver- ið í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og einnig hafa deildirnar í Eyjum og á Dalvík hætt starfsemi. Útvegsmenn, undir for- ystu LÍÚ, hafa í nokkurn tíma fylgst með þessari þróun og horft til þess með hvaða hætti hægt verði að endurskipuleggja sjávarútvegsnámið. Á sama hátt hafa fisk- vinnslumenn og stjórn SF haft vaxandi áhyggjur af starfsemi Fiskvinnsluskólans. Nú í vor munu forystumenn í fiskvinnslu og menntamálaráðuneytið standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um framtíð Fiskvinnsluskólans. Námskeiðahald fyrir starfsfólk í hinum ýmsu greinum fiskvinnslu hefur verið í föstum skorðum allt frá 1986. Á fimmtán ára tímabili hafa yfir 10 þúsund starfs- menn lokið grunnnámskeiðum. Viðhald og endurnýjun námefnis skiptir miklu í þessari starfsmenntun, en þar hefur verið unnið gott starf með góðu samstarfi sjáv- arútvegsráðuneytis og samtaka í fisk- vinnslu og fiskvinnslufólks. Í síðustu kjarasamningum var samið um öflugt átak í starfsmenntamálum ófaglærðs verka- fólks. Gefur þetta fyrirtækjum og starfs- fólki í fiskvinnslu möguleika að byggja starfsmenntun ofan á grunnnámskeiðin sem fyrir eru. Mun þetta án efa verða hvatning til fólks og fyrirtækja, enda gera breyttar aðstæður sífellt meiri kröfur til meiri starfsmenntunar. Stofnaðar hafa ver- ið tvær starfsmenntanefndir á vegum Sam- taka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. Starfsafl á samningssvæði Flóabandalags- ins og Landsmennt annars staðar á land- inu. Þetta er nýr áfangi í starfsmenntamál- um og hefur fjármagn verið tryggt til þessa verkefnis til næstu þriggja ára. Hér er hvatt til þess að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi móti þá framtíðarsýn að allt skólahald og námskeiðahald sem miðar að því að mennta starfsfólk í útgerð og fisk- vinnslu verði fært undir eina stjórn. Allt mun þetta taka sinn tíma, en við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að í þessu eins og í flestu öðru þá erum við í sjávar- útvegi öll á sama báti. Menntun í sjávarútvegi stendur á tímamótum Pistil marsmánaðar skrifar Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.