Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2001, Side 33

Ægir - 01.03.2001, Side 33
33 U M R Æ Ð A N Undanfarna mánuði hefur orðið vart ýmissa hræringa á sviði fisk- eldis á Íslandi. Svo er að sjá sem að löngum og köldum vetri sé loks- ins lokið og að vorið sé komið. Fjölmargir gróskulegir frjóangar hafa litið dagsins ljós og það bendir allt til þess að hér muni vaxa upp kröftugt fiskeldi á næstu árum sé að því hlúð og fái það nægilegt vaxtarrými. Það er tímabært að menn geri sér grein fyrir því að fiskeldi verð- ur stór atvinnugrein hér á landi í náinni framtíð og það er nauðsyn- legt að hafa hraðar hendur við að skapa atvinnugreininni starfsum- hverfi. Aukin fjárfesting og þátttaka sjávarútvegsins Svo er að sjá sem að þessari vor- komu fylgi aukin bjartsýni meðal fiskeldismanna og einnig eru fjár- festar farnir að leggja hlutafé í fiskeldisfyrirtæki. Miklu munar um að nú eru sjávarútvegsfyrir- tæki farin að sýna fiskeldi meiri áhuga en áður. Það er löngu tíma- bært enda eru greinarnar afar skyldar og fiskeldi er eðlileg út- víkkun á starfsemi sjávarútvegs og fiskvinnslufyrirtækja, sem hafa sérþekkingu á sviði vinnslu og markaðsetningar á fiskafurðum. Fiskeldi getur séð fiskvinnslu fyr- ir hágæðahráefni. Fiskimjöl og lýsi eru meginuppistaðan í fiska- fóðri þannig að nokkru leyti má líta á fiskeldi sem fullvinnslu af- urða fiskimjölsverksmiðja. Möguleikar á frekari vexti sjáv- arútvegsfyrirtækja á Íslandi eru afar takmarkaður enda eru stærstu fiskveiðistofnar fullnýttir. Fisk- eldið getur veitt þessum fyrir- tækjum svigrúm til umtalsverðs vaxtar. Horfur eru á því að árleg fiskeldisframleiðsla á Íslandi gæti orðið 20.000-40.000 tonn innan fimm ára og ef litið er enn lengra fram á vegin er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir því að árleg fiskeld- isframleiðsla Íslendinga muni nema hundruðum þúsunda tonna. Hvernig verður íslenskt fiskeldi eftir nokkur ár? Það bendir flest til þess að fiskeldi á Íslandi verði að mörgu leyti öðruvísi en í nágrannalöndunum, þar sem laxeldi er margfalt um- fangsmeira en eldi á öðrum teg- undum. Vissulega mun laxeldi verða áfram stærsta greinin innan Björt framtíð fiskeldis á Íslandi Höfundur er Helgi Thorarensen, deildarstjóri fiskeldisbrautar Hólaskóla. Fiskeldi er grein í örri þróun og við erum aðeins að sjá byrjunina á einni stærstu byltingu í matvælaframleiðslu sem orðið hefur í veraldarsög- unni. Það er fjöldi hindrana sem þarf að ryðja úr vegi og þar verðum við að vera í fremstu röð - leiða þróunina fremur en fylgja straumnum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.