Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2001, Qupperneq 12

Ægir - 01.03.2001, Qupperneq 12
12 F R É T T I R „Gengi sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta ári var afar mismunandi, en almennt held ég að megi segja að afkoma þeirra hafi verið undir væntingum,“ segir Almar Guðmundsson, forstöðumaður greiningar hjá Íslandsbanka-FBA hf. Á undanförnum vikum hafa sjávarút- vegsfyrirtæki á hlutabréfamarkaði birt af- komutölur fyrir síðasta ár og það verður að segjast eins og er að í mörgum tilfell- um hafa þær verið heldur svartar. „Persónulega varð ég fyrir hvað mest- um vonbrigðum með afkomu Þormóðs ramma-Sæbergs hf. Ég hef haft tröllatrú á stjórnendum Þormóðs ramma sem rekstr- armönnum, en útkoman á síðasta ári var ekki nógu góð. Þó má ekki gleyma því að þá var mikil ágjöf í rækjunni og afkoma Þormóðs ramma markast að einhverju leyti af því. Hitt er svo annað mál að Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. fyrir vestan, sem að mínu mati var að birta mjög já- kvæðar afkomutölur fyrir síðasta ár, er einnig að hluta í rækjuveiðum og -vinnslu og hefur með ákveðnum aðgerð- um náð að laga sig að erfiðri stöðu í rækj- unni,“ sagði Almar. Í meðallagi bjartsýnir á þetta ár Hann sagði ljóst að afkoma margra sjáv- arútvegsfyrirtækja á liðnu ári markist af miklu gengistapi, fjármagnsliðirnir séu mjög háir enda greinin „rosalega skuld- sett“. Almar sagði að skuldir sjávarút- vegsins almennt séu hærri en tekjur hans á einu ári. Það hljóti því að verða for- gangsverkefni greinarinnar á yfirstand- andi ári að greiða niður skuldir. Til þess eru allar forsendur, að mati Almars, enda hafi sjávarútvegurinn verið að fjárfesta umtalsvert á undanförnum árum og því möguleiki að draga úr fjárfestingum, án þess að það komi niður á framþróun greinarinnar. „Menn eru í meðallagi bjartsýnir á gengi sjávarútvegsfyrirtækja á þessu ári. Gert er ráð fyrir svipaðri framlegð og á síðasta ári, en fjármagnsliðurinn verði til muna hagstæðari. En menn búast ekki við miklum hagnaði í greininni,“ sagði Almar. Sameining fyrirtækja Á síðasta ári voru nokkur dæmi um sam- einingar fyrirtækja í sjávarútvegi og Al- mar Guðmundsson spáir því að á þessu ári muni draga til tíðinda með frekari sameiningar. Hann vill ekki spá fyrir um hvaða fyrirtæki sameini krafta sína, en af samtölum við menn í sjávarútvegi verður að álykta að ekki síst sé horft til fyrir- tækja sem Burðarás á ráðandi hlut í, en það eru til dæmis Útgerðarfélag Akureyr- inga, Haraldur Böðvarsson hf. á Skagan- um og Síldarvinnslan í Neskaupstað. Al- mar segir greinilega óþolinmæði fjárfesta með gengi sjávarútvegsfyrirtækja, sem endurspeglist í litlum viðskiptum. „Ég held að markaðurinn myndi taka því fagnandi ef menn hefðu fyrst og fremst arðsemina að leiðarljósi við rekstur margra þessara fyrirtækja,“ sagði Almar Guðmundsson. Almar Guðmundsson, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka-FBA hf. Sjávarútvegsfyrirtæki á hlutabréfamarkaði: Forgangsverkefni að greiða niður skuldir - er mat Almars Guðmundssonar hjá Íslandsbanka-FBA hf.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.