Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2001, Síða 31

Ægir - 01.03.2001, Síða 31
31 K Ú F I S K V E I Ð A R ann og fara í nokkra róðra með Fossánni á Þórshöfn. „Meðal ann- ars þurfum við að meta veiðihæfni plógsins á þessu nýja skipi og við væntum þess að geta skoðað skel- ina á meira dýpi en fimmtíu metrum, en til þessa hefur kúskel að stærstum hluta verið veidd hér við land á fimm til fimmtíu metr- um. Við strendur Ameríku er hún hins vegar á allt að tvö hundruð metra dýpi,“ sagði Guðrún. Þá sagðist hún ætla að halda áfram rannsóknum á lóðréttri hreyfingu skeljarinnar í setinu, en slíkar rannsóknir eru til dæmis ekki til í Bandaríkjunum. Guðrún fer ekki leynt með að kúskelin sé afar skemmtilegt og áhugavert viðfangsefni, sem full ástæða sé til að beina frekar sjón- um að. Hún segir að um stofn- stærð kúskeljar við Ísland sé margt óljóst. Miðað við þær rann- sóknir sem til eru fyrir vestan, norðan og austan er talið að stofn- inn sé um ein milljón tonn, en sú tala segir ekki alla söguna því frekari rannsókna fyrir sunnan land er þörf, en þar telur Guðrún nokkuð öruggt að sé að finna áhugaverð kúskeljamið. Miðað við það verður að ætla að kúskeljastofninn við Ísland sé eitthvað á aðra milljón tonna. Ein elsta dýrategund jarðar Það má með nokkurri vissu full- yrða að kúskeljar sé að finna nán- ast á öllu hafsvæðinu í kringum Ísland. Út frá fyrirliggjandi rann- sóknum er vitað að kúskelin lifir á 0-100 metra dýpi í sendnum leir- botni, sandbotni eða skeljasand- botni. Hún síar fæðuna úr sjónum með hjálp tálknanna. Fæða skelj- arinnar samanstendur af fínum ögnum eins og plöntu- og dýra- svifi, bakteríum og lífrænum leif- um plantna og dýra. Guðrún G. Þórarinsdóttir segir að aldur kúskeljarinnar sé kapítuli út af fyrir sig. Hún geti orðið yfir tvö hundruð ára gömul og þar með sé hún í hópi langlífustu dýrategunda jarðarinnar. Sam- kvæmt aldursgreiningu var kúskel vestur á fjörðum metin 202ja ára gömul, hvorki meira né minna. Guðrún orðar það svo að kúskelin geti farið í nokkurskonar dvala þar sem hún grefur sig nið- ur í sandinn og andar þá loftfirrðri öndun. Ekki er enn vitað hversu langt niður í botninn hún fer eða hversu lengi hún er niðri í einu, en á þessum tíma gæti reynst erf- iðara að veiða hana en ella. Hægur vöxtur kúskeljar Kúskelin er um margt merkilegt fyrirbæri. Þegar hafður er í huga þessi hái aldur skeljarinnar kemur ekki á óvart að vaxtarhraðinn er sérlega lítill. Og það segir kannski allt sem segja þarf að kynþroska verður kúskelin ekki fyrr en 15-20 ára gömul. Sú stað- reynd að kúskelin geti farið í dvala í lengri tíma skýrir þennan hæga vöxt að einhverju leyti. Og að sjálfu leiðir að nýliðun stofns- ins er mjög hæg. Því segir Guð- rún G. Þórarinsdóttir að með óheftri sókn sé út af fyrir sig hægt að veiða stofninn upp á skömm- um tíma. „Ég tel einsýnt að við verðum að nýta þennan stofn af skynsemi, það er að mínu mati varhugavert að fara út í miklar og óheftar veiðar. Þær þurfa að vera sjálfbærar og því tel ég rétt að miða árlegar veiðar við 2-3% af áætlaðri stofnstærð.“ Og hún segir nauðsynlegt að svæðaskipta veiðunum en með þeim hætti verði tryggara en ella að ekki verði gengið of nálægt stofninum á vissum svæðum. Miðað við fyrirliggjandi upp- lýsingar um kúskelina við Ísland segir Guðrún að auðugustu veiði- svæðin séu við norðausturhornið, til dæmis í Bakkaflóa og Þistil- firði, og fyrir vestan megi nefna svæði eins og Dýrafjörð, Arnar- fjörð, Önundarfjörð og Horn- strandir. Eins og sjá má eru kúskeljar, eða „Arctica islandica“ eins og þær heita á latínu, mismunandi að lit. Í skeljunum eru einskonar árhringir, en eftir því sem aldurinn færist yfir verða hringirnir ógreinilegri og því erfiðara að aldursgreina skeljarnar. Fróðleikur um kúskel Kúskel - eða kúfskel eins og hún er oftast nefnd - finnst frá Hvítahafi og Barentshafi suður til Cadizflóa á suðvesturströnd Spánar. Þá er hana að finna í Eystrasalti, við strend- ur Bretlands, Færeyja og Íslands. Þá er hún við austurströnd Ameríku, frá Nýfundnalandi í Kanada suður til Norður-Karolínu í Banda- ríkjunum. Í bókinni „Sjávarnytum við Ísland“ kemur fram að við Ísland megi finna kúskel á nánast öllu landgrunninu. Á síðasta áratug var kúskeljaafli við Ísland mestur árið 1996 eða rösk sex tonn. Á ní- unda áratugnum hófst tilraunavinnsla á kúskel á Suðureyri við Súgandafjörð, nánar tiltekið árið 1987. Villi Magg ÍS stundaði þessar tilraunaveiðar og aflaði nálægt einu tonni það ár. Árið eftir var aflinn hins vegar á fimmta tonn. Frá árinu 1988 lágu kúfiskveiðar niðri á Ís- landsmiðum til ársins 1995 þegar útgerð Æsu ÍS hófst frá Flateyri. Sú útgerð fékk dapurleg- an endi sumarið eftir þegar Æsan sökk. Í margar aldir hefur kúskel verið notuð í beitu hér á landi. Veiðar á kúfiski til beitu náðu hámarki um 1930 en úr þeim dró smám saman og áratug síðar voru þær að mestu lagðar af. M yn d: S ig ur ge ir S ig ur jó ns so n/ bi rt m eð l ey fi H af ra nn só kn as to fn un ar .

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.