Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2001, Blaðsíða 10

Ægir - 01.03.2001, Blaðsíða 10
10 F R É T T I R Það má orða það svo að breytt hegðunar- mynstur loðnunnar á þessari vetrarver- tíð, miðað við mörg undangengin ár, hafi leikið Raufarhafnarbúa grátt. Loðnuvinnsla SR-Mjöls hf. er samfé- laginu á Raufarhöfn afar mikilvæg í at- vinnulegu tilliti, en vegna þess að loðn- an hélt sig á öðrum svæðum en oft áður, þótti útgerðum ekki hagstætt að sigla með aflann til vinnslu á Raufarhöfn. Hafþór Sigurðsson, verksmiðjustjóri SR-Mjöls hf., segir að í janúar hafi verk- smiðjan tekið á móti eitt þúsund tonn- um af loðnu, en síðan hafi engin loðna borist til Raufarhafnar í febrúar og um miðjan mars hafði þar enn engri loðnu verið landað. Hafþór segir að til viðbótar við breytt hegðunarmynstur loðnunnar, miðað við undanfarin ár, megi rekja þetta ástand til þess að boðað sjómanna- verkfall hafi gert það að verkum að út- gerðir vildu ekki eyða of löngum tíma í að sigla með aflann frá miðunum fyrir sunnan og suðvestan land og alla leið norður á Raufarhöfn. En sem sagt; þetta árið „sigldi“ vetrar- vertíðin meira og minna framhjá Raufar- höfn, sem þýddi einfaldlega minni vinnu á staðnum en oft áður á þessum tíma. Þess skal þó getið að slök vetrarvertíð er fjarri því að vera einsdæmi á Raufarhöfn. Árið 1998 var þar aðeins landað um 3000 tonnum af loðnu á vetrarvertíð. Hafþór Sigurðsson, verk- smiðjustjóri SR-Mjöls hf. á Raufarhöfn, segir að svo slök vetrarvertíð hafi slæm áhrif á atvinnulífið á staðnum. Loðnuvinnslan: Raufarhöfn varð illa úti Tímariti› í sjávarútveginum Áskriftarsími 461 5151

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.