Ægir - 01.03.2001, Qupperneq 18
18
S K I P A M Á L N I N G O G H R E I N S I E F N I
Málning hf. hefur í
meira en tvo áratugi
átt samstarf við
norska málningar-
framleiðandann Jot-
un Marine Coatings,
sem hefur starfsstöðv-
ar út um allan heim,
meðal annars um
lausnir á yfirborðs-
meðhöndlun skipa og
tæringarvörnum.
Glertrefjastyrkt málning
Hjá Jotun Marine Coatings er
mikil áhersla lögð á að til þess að
ná hámarksárangri í málningu
verði undirbúningurinn að vera
markviss og góður. Sömu lögmál-
in gildi um allar tegundir máln-
ingar.
Jónas Pétursson, sölumaður hjá
Málningu hf., segir að á sviði
skipamálningar hafi svokölluð
Baltoflake-málning, sem er póly-
esterbundin málning styrkt með
glertrefjum, reynst afar vel. Jónas
segir glertrefjarnar gefa málning-
arfilmunni sérstakan styrk og hún
loki vel aðkomu vatns og súrefnis
að stálinu. Þá sé mikilvægt að við-
loðun þessarar málningartegundar
við sandblásið stál sé trygg og
hörðnun Baltoflake-málningar-
innar er mjög hröð auk þess sem
hún rýrnar afar lítið því þurrefnið
er um 96%.
Jónas sagði að Baltoflake-máln-
ing hafi verið reynd með mjög
góðum árangri á fleti þar sem
álagið er mikið, þar á meðal
vinnsludekk fiskiskipa. Baltofla-
ke-málning var í fyrsta skipti sett
á vinnsludekk hérlendra fiski-
skipa fyrir um áratug og nær und-
antekningalaust hefur reynsla af
henni verið góð, að sögn Jónasar
Péturssonar. Dæmi um skip þar
sem Baltoflake er á vinnsludekki
nefndi Jónas frystitogarann
Björgvin EA frá Dalvík.
Nýjar tegundir
botnmálningar
Vegna aukinna umhverfisverndar-
krafna er nokkuð ljóst að árið
2003 verður bannað að nota svo-
kallaða tinbotnmálningu á botna
skipa og fimm árum síðar er rætt
um að þessi málning verði með
öllu bönnuð á skip um allan heim.
Íslendingar hafa raunar fyrir
nokkru hætt að nota þessa tin-
málningu, en víða erlendis er hún
enn í notkun. Jotun Marine Coat-
ings hefur verið í rannsóknasam-
starfi við NOF Corporation í Jap-
an um þróun á botnmálningar-
kerfi sem komi í stað gömlu tin-
málningarinnar. Jónas Pétursson
segir að þessi þróunarvinna hafi
leitt af sér nokkrar nýjar tegundir
umhverfisvænnar, sjálfslípandi
botnmálningar sem Málning hf.
geti nú boðið viðskiptavinum sín-
um. Því sé fyrirtækið betur í
stakk búið en áður að verða við
margvíslegum óskum útgerða um
botnmálningu á skip þeirra.
Tæring skipa
Málningarframleiðandinn Jotun
hefur einnig þróað svokallaðan
tæringarvarnabúnað fyrir fiski-
skip, sem Jónas Pétursson segir að
hafi verið reyndur með ágætum
árangri hér á landi í fimmtán til
tuttugu ár. Með þessum búnaði er
hægur leikur að fylgjast nákvæm-
lega með ástandi botna skipanna
frá degi til dags og því sé unnt að
bregðast skjótt við ef eitthvað ber
út af. Þessi tæringarvarnabúnaður
er vel þekktur um borð í hérlend-
um fiskiskipum og má til dæmis
nefna Svalbak EA þar til sögunn-
ar. Þá sagði Jónas að búnaðurinn
væri líka vel þekktur í millilanda-
skipunum og nefndi hann tvö
skipa Eimskipa, Dettifoss og
Goðafoss.
Jónas sagði að Málning hf. hafi
lagt töluvert upp úr sölu á Jotun-
málningu í ákveðin sérverkefni.
Þannig voru olíutankarnir í
Helguvík málaðir að innan með
sérlega efnaþolinni málningu og
hinir vel þekktu bláu ruslageym-
ar, sem eru fyrir augum fólks um
allt land, eru málaðir með annarri
gerð sérlega hannaðri fyrir gáma.
Þá hefur Jotun-málning verið
notuð með góðum árangri á nýja
tanka og tæknibúnað í loðnuverk-
smiðjum.
Tæring skipa er mikið
vandamál, en norski
málningarfram-
leiðandinn Jotun
Marine Coatings, sem
Málning hf. hefur
umboð fyrir, hefur
hannað sérstakan
tæringarvarnabúnað
sem hefur gefið góða
raun.
Málning hf. er í samstarfi við Jotun Marine Coatings:
Tæringarvörn
getur skipt sköpum
Jónas Pétursson, sölumaður hjá
Málningu hf.