Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2001, Side 16

Ægir - 01.03.2001, Side 16
16 S K I P A M Á L N I N G O G H R E I N S I E F N I Meginhlutverk botnmálningar er einfaldlega að hindra að hverskyns kvikindi eða gróður festist við skipin. Án botnmálningar má ætla að þörungar og hrúðurkarlar myndu þekja botn skipanna og tefja ferð þeirra verulega. Sigurður Sævar Gunnarsson segir að hjá Slippfélaginu sé hafin framleiðsla á svokallaðri trefjabotnmálningu, sem hefur verið í þróun á undan- förnum árum. Hér á landi hefur þessi málning verið reynd á nokkrum stærri og smærri skip- um til reynslu síðustu ár og segir Sigurður Sævar að hún hafi reynst afar vel og sé um mikla framför að ræða. Þessar trefjar eru um 2 míkron að breidd og nálægt 2 millimetrum að lengd. Sigurður Sævar segir að trefjarnar auki til muna styrk málningarfilmunnar, hún verði högg- og álagsþolnari og með betri slípun. „Hér á Ís- landi hefur málningin frá Slippfé- laginu verið tinlaus í um tíu ár og það má því segja að þessar ólíf- rænu trefjar séu næsta skref í þró- uninni,“ segir Sigurður. Íslensk fiskiskip hafa ekki verið máluð með svokallaðri tinbotnmálningu í um áratug, en víða erlendis er hún enn í notkun. Raunar er um 70% af heimsflotanum enn með tinmálningu. Árið 2003 verður sett bann við sölu og notkun tin- málningar og árið 2008 verður bannað að hafa slík efni á skipum. Sigurður sagði aðspurður að trefjamálningin væri eilítið dýrari en hefðbundin tinlaus botnmáln- ing, enda kostnaðarsamari í fram- leiðslu. „Kostirnir eru meira álags- og höggþol, meiri virkni og slétt- ara yfirborð. Slíkt leiðir af sér lægri eldsneytiskostnað fyrir útgerðir.“ Góður undirbúningur skiptir sköpum Í hefðbundinni skipamálningu hefur, að sögn Sigurðar Sævars, ekki orðið jafn mikil breyting og hvað botnmálninguna varðar. Langflest ný skip nota epoxy- málningu á yfirbyggingu og síðan er notað polyúretan, eins og Hempaþan, yfir til þess að ná fram sterkri gljááferð. „Vissulega hafa þessar tegundir verið í ákveð- inni framþróun, en engar bylting- ar hafa þó átt sér stað eins og má segja um botnmálninguna,“ segir Sigurður Sævar. Þróunin hefur falist í umhverfisvænni vörum, t.d. með auknu þurrefnisinnihaldi og vatnsþynnanlegum efnum. Það er gömul saga og ný að góður undirbúningur málunar skipa er þáttur sem skiptir miklu vilji menn sjá að málningin endist vel og lengi. Slippfélagið hefur því boðið upp á eftirlit á málning- arvinnu skipa til fjölda ára. Ferlið frá t.d. sand- eða vatnsblæstri er á margan hátt flókið og margt að varast. Mistök geta verið bæði tíma- og fjárfrek. Svona eftirlit getur og hefur margborgað sig, segir Sigurður Sævar. „Til dæmis var Slippfélagið með eftirlit og málningu þegar breytingar á Japans-togurum voru gerðar árið 1986. Skipadeild Slippfélagsins hefur mannskap með einstaka reynslu af eftirliti og leitast hefur verið við að tryggja endurmenntun þeirra. Mætti þar m.a. nefna FROSIO-próf og rétt- indi, sem er krafist í mörgum skipasmíðastöðvum erlendis. FROSIO er upprunalega byggt á norskum staðli, sem verður að ISO-staðli innan skamms. Slíkra réttinda var m.a. krafist í útboði á varðskipunum nýverið. Við not- um reynslu og þekkingu til að bjóða viðskiptavinum okkar upp á gæði og þjónustu til varnar og viðhalds eigna,“ segir Sigurður Sævar Gunnarsson hjjá Slippfé- laginu hf. Það er óhætt að segja að margt þurfi að hafa í huga við málun skipa. Þessi mynd var tekin í skipasmíðastöð í Póllandi þar sem Sighvatur Bjarnason VE var „tekinn til bæna“. Trefjabotnmálningin er bylting - segir Sigurður Sævar Gunnarsson hjá Slippfélaginu hf. Slippfélagið hf. í Reykjavík er stærsti framleiðandi skipamálningar á Ís- landi og svo hefur verið lengi. Helsta nýjung fyrirtækisins á þessu sviði er sjálfslípandi Hempels Globic trefjabotnmálning, sem að sögn Sigurð- ar Sævars Gunnarsson, efnaverkfræðings hjá Slippfélaginu, er ákveðin bylting. Sigurður Sævar Gunnarsson segir að kostirnir við trefjamálninguna séu meðal annars meira álags- og höggþol, meiri virkni og sléttara yfirborð.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.