Ægir - 01.03.2001, Síða 28
28
Æ G I S V I Ð T A L I Ð
Þorskeldið spennandi kostur
Þorskeldi á Íslandi hefur verið töluvert í umræðunni
á undanförnum vikum og mánuðum. Valgerður seg-
ir afdráttarlaust að þorskeldið sé mjög spennandi
kostur. „Ég var á Hjaltlandseyjum í byrjun febrúar á
ráðstefnu um þorskeldi. Þar var fólk frá Skotlandi,
Noregi, Danmörku, Kanada og Íslandi að ræða um
þorskeldi og segja frá reynslu sinni og þeirri þekk-
ingu sem þegar er búið að afla. Mér virðist sem al-
mennt séu menn mjög spenntir fyrir þessu eldi og
víða eru menn í startholunum. Ég tel alveg einboðið
að við Íslendingar horfum til þorskeldis sem raun-
hæfs möguleika og þess vegna þarf að vinna að þess-
um málum í alvöru og af festu.“
Sóknarfæri erlendis
Með stuðningi Útflutningsráðs hefur Fóðurverk-
smiðjan Laxá hf. verið að horfa út fyrir landsteinana í
von um mögulega landvinninga. Til Færeyja hafa
undanfarin tvö ár verið seldir gámar af fóðri og bind-
ur Valgerður vonir við að sá útflutningur leiði til þess
að stór samningur verði gerður við tvö færeysk fisk-
eldisfyrirtæki. „Við gerum okkur vonir um að strax í
sumar náum við að gera svo stóran samning að kom-
ið verði á föstum skipaflutningum milli Færeyja og
Akureyrar þar sem einu sinni eða tvisvar í mánuði
verði flutt um 500 tonn af fóðri frá okkur til Færeyja
og það losað beint í fóðurpramma sem eru úti við sjó-
kvíarnar.“
Náist samningar við Færeyinga sér Valgerður fyrir
sér að framleiðsla Laxár myndi fljótlega tvöfaldast og
þar með yrði sett á ný vakt og starfsmönnum fjölgað.
Það skiptir því miklu máli fyrir fyrirtækið að ná þess-
um samningum.
Auk Færeyja hefur Laxá verið að horfa til mögu-
Eyfirðingurinn, Valgerður Kristjánsdóttir er 35 ára gömul, fædd
19. ágúst 1965, dóttir hjónanna Kristjáns Hannessonar frá Víði-
gerði og Olgu Ágústsdóttur frá Æðey. Það lá síður en svo beint
við að Valgerður færi að starfa í fiskeldisgeiranum.“Á sínum
tíma var ég á verslunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri og
síðan byrjaði ég í viðskiptafræði í Háskóla Íslands, en hætti
fljótlega því námi og fór að vinna í Reykjavík. Einn daginn rakst
ég á auglýsingu í Morgunblaðinu um nám á fiskeldisbraut á
Kirkjubæjarklaustri og ákvað strax að skella mér þangað. Þetta
var mjög góður skóli og þar starfaði gott fólk. Verklega námið
tók ég í fiskeldisstöð í Skotlandi og vann síðan hjá Silfurlaxi í
Hveragerði. Þá lá leiðin til Hellissands og síðan innritaðist ég
í rekstrarfræði í Háskólanum á Akureyri og lauk B.Sc. prófi árið
1996.“
Árið eftir nám í H.A. brá Valgerður sér aftur á Hellissand, þá
í hlutverk kennarans, og vann síðan skamma hríð hjá Rann-
sóknastofnun Háskólans á Akureyri áður en hún tók að sér
framkvæmdastjórn hjá Laxá hf. „Ég sótti um þessa stöðu, um-
sækjendur voru sjö og ég hreppti hnossið,“ segir Valgerður.
Spennandi tímar
Því er ekki að neita að fáar konur stýra hérlendum sjávarútvegs-
fyrirtækjum, eða framleiðslufyrirtæki eins og Laxá hf. er. „Það
er alveg rétt. Í fiskeldinu hér heima er mér næst að halda að
ég sé eini kvenframkvæmdastjórinn,“ segir Valgerður eftir smá
umhugsun. Fiskeldið er sem sagt karlavígi og Valgerður viður-
kennir að á ráðstefnum sé hún oft eina konan. Sú staðreynd
trufli sig í raun ekki, en hún hefði vissulega ekki á móti því að
fleiri konur störfuðu í þessari grein.
Valgerður svarar því afdráttarlaust játandi þegar hún er spurð
að því hvort hún sjái fyrir sér að starfa áfram á þessu sviði. „Já,
það geri ég. Nú eru spennandi tímar í fiskeldi hér á landi og ég
vil gjarnan taka þátt í því sem er framundan.“
Eiginmaður Valgerðar er Ársæll Kristófer Ársælsson, sjávarút-
vegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri, og eiga þau þrjá
syni, sem eru sex, átta og þrettán ára gamlir. Ársæll rekur fyr-
irtækið Íslenskt sjávarfang í Hrísey.
Ein á báti í karlavíginu
Fiskeldisstöð í Fuglafirði í Færeyjum. Valgerður bindur miklar vonir
við aukna fóðursölu fiskeldisfyrirtækja í Færeyjum á næstunni.
Valgerður brá sér í pökkunarsalinn hjá Laxá og heilsaði upp á þá Jóhann
Eiríksson og Vilmund Þór Kristinsson.