Ægir - 01.03.2001, Side 8
8
F R É T T I R
Verkfall sjómanna skall á þann 15. mars:
Frestun með lögum
til 1. apríl
Verkfall sjómanna hófst þann 15. mars
síðastliðinn en meirihluti sjómanna sam-
þykkti í atkvæðagreiðslu um síðastliðin
áramót að leggja niður störf ef samningar
yrðu ekki orðnir að veruleika á þeim
tímapunkti. Öll skip yfir 12 tonnum að
stærð voru bundin við bryggju vegna
verkfallsins en þann 19. mars voru
samþykkt lög á Alþingi um frestun
verkfallsins til 1. apríl.
Þegar verkfall skall á var ljóst að um-
talsverður loðnukvóti næðist ekki í tæka
tíð og sagði sjávarútvegsráðherra við
setningu laganna að þau hefðu það fyrst
og fremst að markmiði að tryggja þjóðar-
búinu tekjur af loðnuveiðum og vinnslu
sem annars glatist. Af viðbrögðum aðila í
Karphúsinu kom lagasetning þeim í opna
skjöldu, enda aðeins liðinn hálfur fjórði
sólarhringur frá því verkfall skall á.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
munu margar útgerðir tvístígandi hvort
yfir höfuð borgi sig að senda skip á sjó
enda t.d. margir stærri togaranna í
löngum hafnarfríum vegna þess að
veiðiferð var í lengra lagi fyrir verkfall.
Útgerðir loðnuskipa sendu þau hins
vegar strax á sjó og sömuleiðis útgerðir
netabáta en nú við upphaf vertíðar er hver
dagur dýrmætur í þeirri útgerð.
Verðmyndunarmálin
ásteitingarsteinn líkt og fyrr
Staða samningamálanna var mjög óljós
þegar Ægir fór í prentun en allir eru sam-
mála um að nokkuð hafi þokað í viðræð-
unum á síðustu sólarhringum áður en
verkfallinu var frestað með lögum. Fyrst
og fremst mun sá árangur snúa að kaup-
tryggingu, slysabótum og slíkum þáttum
samninga en sem fyrr eru verðmyndunar-
málin flóknasta úrlausnarefnið í viðræð-
unun.
Nasco fær líf á ný
Gengið hefur verið frá kaupum heima-
manna í Bolungarvík á rækjuvinnslu-
fyrirtækinu Nasco og verður rekstur
hafinn að nýju þegar hráefni verður
tryggt. Verksmiðjan varð gjaldþrota í
byrjun desember en væntanlega verður
fyrirtækið minna í sniðum í byrjun en
var fyrir gjaldþrotið.
Hagnaður Samherja hf.
nam 726 milljónum
króna
Samherji hf. var rekinn með 726
milljóna króna hagnaði á síðasta ári.
Fyrirtækið skilaði 200 milljóna hagnaði
árið 1999 en milli ára jókst veltufé frá
rekstri um 20%. Rekstrartekjur Sam-
herjasamstæðunnar voru 7.011 milljónir
króna á árinu og rekstrargjöld námu
5.599 milljónum. Hagnaður fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði nam 1.412 mill-
jónum króna, samanborið 1.267 mill-
jónir árið áður. Afskriftir voru 643 mill-
jónir króna á móti 883 milljónum árið
1999.
Kínabátar á heimleið
með skipi!
Níu vertíðarbátar sem smíðaðir voru í
Dalian í Kína eru á heimleið með
flutningaskipi. Bátarnir eru hannaðir af
Skipasýn og munu verða afhentir
eigendum sínum sem eru á sjö stöðum á
landinu, þ.e. á Patreksfirði, í Reykjavík,
á Bíldudal, Hólmavík, í Keflavík,
Hafnarfirði og Grindavík. Bátarnir verða
til afhendingar í byrjun maímánaðar.