Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2001, Qupperneq 26

Ægir - 01.03.2001, Qupperneq 26
26 Æ G I S V I Ð T A L I Ð „Staða fyrirtækisins er mjög góð í dag,“ segir Valgerður Kristjáns- dóttir, sem árið 1997 tók við fram- kvæmdastjórn í fóðurframleiðslu- fyrirtækinu Laxá á Akureyri, eftir að hafa verið valin úr hópi sjö um- sækjenda um stöðuna. „Verk- smiðja félagsins er vel í stakk búin til þess að takast á við frekari verk- efni, sem eru í farvatninu.“ Sérhæfð framleiðsla Laxá hf. framleiðir fyrst og fremst fóður fyrir eldis- fisk. Fóðrið er extrúderað (bakað) og inniheldur allt að 35% lýsi. Fyrirtækið hefur einnig framleitt gælu- dýrafóður undir vöruheitinu Cató, en þeirri fram- leiðslu verður hætt, að sögn Valgerðar. Framleiðsla á fiskafóðri er mjög sérhæfð. Fóðrið þarf að uppfylla alla næringarþörf fiskjarins. Það þarf að vera ríkt af próteinum og vítamínum. Fiskafóður inniheldur nú uþb 35% fiskimjöl. Í það er einnig notað maísmjöl, sojamjöl og hveiti, sem bindur fóðr- ið saman. Auk þess er notað litarefni í fóðrið, til þess að gera fiskinn rauðan í holdið. Laxá framleiðir og sel- Tíu ár að baki hjá Fóðurverksmiðjunni Laxá hf. á Akureyri: - segir Valgerður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðjan Laxá hf. var stofn- uð 28. júní árið 1991, á Akureyri. Sex árum áður hafði forveri Laxár, Ístess hf., verið stofnað. Að því fyrirtæki stóðu á sínum tíma norska fyrirtækið Skretting með 48% hlut, síldarverk- smiðjan í Krossanesi með 26% og KEA með 26%. Ístess hf. var stofnað á blómatíma fiskeldisins og hófst fóð- urframleiðsla í verksmiðjunni í Krossanesi árið 1987. Á þessum tíma gekk reksturinn vel, verksmiðjan var keyrð á þrem vöktum, enda mikil framleiðsla og sala, ekki síst inn á markað í Færeyjum. Í upphafi árs 1991 sagði Skretting upp framleiðsluleyfi við Ístess sem þá mátti ekki framleiða fóður í nokkur ár og var því rekstrargrundvelli kippt undan fyrirtækinu. Í kjölfarið var óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Nýtt fyrirtæki, Laxá hf., var stofnað árið 1991 á grunni Ístess. Lykilmenn við þá endurreisn voru þeir; Guðmundur Stefánsson, þáverandi framkvæmdastjóri, Jón Árnason, fóðurfræðingur, og Einar Sveinn Ólafsson, þáverandi verk- smiðjustjóri. Stærstu fjárfestar við endurreisn fyrirtækisins og sem enn eiga stærstan hlut eru annars vegar KEA og hins vegar Akureyrarbær. Árið 1997 voru umtalsverðar endurbætur gerðar á verksmiðju Laxár, sem fjár- magnaðar voru með hlutafjárútboði og keypti KEA flest hlutabréfin og eignaðist þar með um 53% eignar- hlut í fyrirtækinu. Hlutur Akureyrarbæjar er um 20%. Af öðrum hluthöfum má nefna fjárfestingarsjóðinn Tækifæri, Hraðfrysti- stöð Þórshafnar, Dreka hf., SS Byggi og Björn Rúriksson. Hluta- fé í Laxá hf. er röskar 78 milljónir króna og er Laxá almennings hlutafélag. Tíu ára gamalt fyrirtæki Ýmis sóknarfæri og erlendir aðilar sýna verksmiðjunni áhuga Viðtal: Óskar Þór Halldórsson Ljósmyndir: Jóhann Ólafur Halldórsson

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.