Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2001, Page 20

Ægir - 01.03.2001, Page 20
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins fékk gott tækifæri til að skoða eiginleika þorskholds eftir eldi á mismiklu fóðri í tilraun á vegum Hafrannsóknastofnunar. Tilraun- in fór fram í Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar að Stað við Grindavík. Markmið verkefn- isins var að athuga vaxtarhraða og kynþroska þorsks við mismikið fæðuframboð. Í náttúrunni eru fiskar á sama veiðisvæði oft frá mismunandi uppeldissvæðum, misgamlir og á mismunandi kynþroskastigi, sem gerir samanburð ómarkvissan. En eldismódel, eins og sett var upp í Tilraunaeldisstöðinni gerir til- raun sem þessa sérlega markvissa þar sem allir umhverfisþættir eru nákvæmlega eins. Ennfremur var eldisfiskurinn sem notaður var í tilraunina jafngamall og búinn að ganga í gegnum samskonar upp- vöxt í eldisstöðinni. Enn einn kostur við eldismódelið er að fiskinum sem tekinn er til sýna- töku er slátrað á besta mögulega hátt, þannig að áhrif veiðarfæra og biðtími fyrir vinnslu skekkja ekki niðurstöður. Eina breytan í til- rauninni var fóðurmagnið sem fiskurinn var alinn á. Framkvæmd tilraunar Tilraunin byggðist á því að eldis- þorskum (600 200 g), sem klakt- ir höfðu verið út í stöðinni og ald- ir innandyra fram að tilrauninni, var skipt upp í þrjá hópa með 300 fiskum í hverjum hópi, og settir í stór útiker (8m þvermál), sem kölluð voru Ker 1, Ker 2 og Ker 3. Þorskurinn var alinn á loðnu og rækju, en sama loðnu- og rækju- safnið var gefið alla tilraunina til að tryggja sama næringargildi fóðurs allan tímann. Ker 1 var fóðrað 100%, þ.e. þorskunum í kerinu var gefið eins mikið að éta og þeir vildu (full gjöf). Þorskarn- ir í Keri 2 og Keri 3 voru svo fóðraðir á 75% og 50% af því fóð- urmagni sem Ker 1 fékk. Með því að ala fiskinn á mismiklu fóðri var leitast við að fá fram mismunandi vaxtarhraða og vöðvauppbygg- ingu sem líkt gæti eftir þeim að- stæðum í náttúrunni þegar mis- mikið fæðuframboð á sér stað. Samanburður á þorskhópunum var gerður með efnamælingum, áferðarmati með áferðarmæli, skynmati og sýrustigsmælingum. Sýnataka var framkvæmd eftir 20 R A N N S Ó K N I R Ástand þorskholds eftir mismikla fóðrun Mikið hefur verið rætt og ritað í gegnum árin um los í holdi þorsks og vandamálum í vinnslu því samfara. Sú kenning hefur komið fram (Botta og fl., 1987) að þegar fiskurinn er í miklu æti sé hann linari (laus í sér) og þar af leiðandi viðkvæmur í vinnslu. Los getur verið það mikið að fiskurinn sé ekki vinnsluhæfur og fer þá í blokkir, sem eru í mun lægri verðflokki en fryst flök. Fiskur í eldi er stríðalinn allt árið til að ná fram sem mestum vaxtarhraða. Ef þorskeldi verður að atvinnugrein gæti los orðið vandamál, sem þarf að leysa. Tafla 1. Meðaltalsgildi á 10 sýnatökufiskum úr hverjum fóðurhóp á lengd, þyngd (óslægður fiskur) og holdstuðli ásamt staðalfráviki. Meðaltal Lengd Þyngd *Holdstuðull af 5 fiskum (cm) (g) K1 (100% fóðrun) 51 ± 3 2009 ± 330 1,50 ± 0,19 K2 (75% fóðrun) 48 ± 3 1390 ± 210 1,28± 0,08 K3 (50% fóðrun) 44 ± 2 1052 ± 176 1,22 ± 0,12 *Holdstuðull = (þyngd/(lengd)3)*100 Höfundar eru Soffía Vala Tryggvadóttir, matvæla- og fiskalíffræðing- ur hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, og Björn Björnsson, fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun- inni. Björn Björnsson. Soffía Vala Tryggvadóttir +_

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.