Ægir - 01.03.2001, Side 36
36
U M R Æ Ð A N
fiskeldismanna í dag er mikið lagt
upp úr ábyrgri afstöðu til um-
hverfisins og til neytenda og mik-
ilvægt er að nýliðum í greininni
sé einnig innrætt þessi sjónarmið.
Hólaskóli er eina menntastofn-
unin á Íslandi, sem sinnir form-
legu námi í fiskeldi. Boðið er upp
á eins árs grunnám í fiskeldi, sem
mælst hefur vel fyrir meðal fisk-
eldismanna. Námið hefur verið
aðlagað að breyttum aðstæðum
samhliða þeirri þróun, sem orðið
hefur í greininni. Nemendur
koma að hausti og eru einn vetur
við Hólaskóla í bóklegu og verk-
legu námi. Því lýkur að vori og þá
fara nemendur í verknám í fisk-
eldisstöðvar og útskrifast sem
fiskeldisfræðingar að hausti.
Námið er miðað við það að nem-
endur geti tekið að sér rekstur
smærri fiskeldisstöðva og verk-
stjórn á þeim stærri. Ráðgert er að
bjóða innan skamms upp á eins
árs framhaldsnám í fiskeldi. Hóla-
skóli hefur einnig séð um sí-
menntun fyrir fiskeldismenn.
Auk þessa hefur Hólaskóli annast
framhaldsmenntun háskólanema í
fiskeldi í samstarfi við Háskóla Ís-
lands. Ráðgert er að auka samstarf
við aðra háskóla í framtíðinni.
Ástæða er til þess að hvetja fólk til
þess að afla sér framhaldsmennt-
unar á sviði fiskeldis, því mikil
þörf verður fyrir fólk með slíka
menntun í framtíðinni bæði með
kunnáttu á rekstri og markaðs-
málum fiskeldisfyrirtækja og eins
þarf að sinna frekari rannsóknum
á líffræði fiska og gæðamálum.
Lokaorð
Óneitanlega eru framundan afar
spennandi tímar í íslensku fisk-
eldi því hér er að verða til at-
vinnugrein, sem gæti orðið ein
meginuppistaðan í íslensku at-
vinnulífi. Að baki eru erfið ár í ís-
lensku fiskeldi. Á því tímabili var
samt sem áður aflað mikilvægrar
reynslu og kunnáttu sem renna
munu stoðum undir framtíðar-
uppbyggingu fiskeldis. Menn
virðast oft vanmeta mikilvægi
þekkingar og reynslu þegar
bryddað er upp á nýjungum í at-
vinnusköpun. Vöxtur fiskeldis á
Íslandi mun byggjast á traustri
kunnáttu fiskeldismanna ásamt
öflugu rannsókna og þróunarstarfi
fiskeldisfyrirtækja og rannsókna-
stofnana. Aðrar forsendur fyrir
vexti fiskeldis eru að greininni sé
skapað heilbrigt starfsumhverfi
með lagasetningu og reglugerð-
um. Einnig þurfa fiskeldismenn
að efla samstarf og samstöðu sín á
meðal. Takist allt þetta, horfum
við fram á bjarta framtíð fiskeldis
á Íslandi.
Fiskeldismenn munu verða fyrir fjárhagslegum skaða ef fisk-
ar þeirra vaxa ekki vegna mengunar og sjúkdóma eða ef þeir
tapa fiski. Því eru fiskeldismenn reiðubúnir til þess að
standa að því að settar séu ákveðnar reglur um það hvern-
ig standa skuli að fiskeldi og að komið sé á virku eftirliti
með fiskeldisstöðvum.