Ægir - 01.03.2001, Qupperneq 40
40
S K I P A S T Ó L L I N N
stærðir en sé litið til vélbúnaðar
skipsins þá er aðalvélin af gerð-
inni MAK 9M 32 og seld af
Heklu hf. Vélin skilar 4320 kW
við 600 snúninga á mínútu, eða
sem nemur 5900 nestöflum. Við
vélina er niðurfærslugír af gerð-
inni Volda ACG 850 og frá sama
framleiðanda kom skrúfa skipsins
sem er 3 metrar í þvermál.
Hjálparvélar í skipinu eru tvær
og báðar frá Caterpillar sem
Hekla hf. er umboðsaðili fyrir.
Vélarnar bera heitin Caterpillar
3412 DITA og 3406 DITA. Hin
fyrri skilar 625 kVA við 1800
snúninga á mínútu en hin 400
kVA við sama snúning. Öxulra-
fall er af gerðinni Le Roy Somer
LSA-54-M55 og skilar 2800 kVA
við 1800 snúninga á mínútu.
Ljósavél er Caterpillar 3306 og
skilar 210 kVA við 1800 snún-
inga á mínútu.
Öflugur búnaður á þilfari
Eins og við er að búast í svo öfl-
ugu fiskiskipi er viðamikil og
vandaður vindu- og þilfarsbúnað-
ur um borð í Ingunni. Allur kem-
ur þessi búnaður frá sama fram-
leiðanda, Karmöy Winch, sem
A.G.V. ehf. er umboðsaðili fyrir
hérlendis. Búnaðurinn saman-
stefndur af eftirtöldu:
tveimur togvindum fyrir
flottroll, akkerisvindu, tveimur
nótavindum, geilaspili, kapal-
vindu, flottrollsvindu, capstan-
vindu, tveimur bakstroffuvind-
um, nótablökk, nótaleggjara,
sjálfvirkum stjórnbúnaði, milli-
blökk, tveimur fiskidælum,
slöngutromlu fyrir fiski-
dæluslöngu, slöngutromlu fyrir
vökvaslöngur fiskidælu og þilfar-
skrana.
Togvindurnar þola 72 tonna
átak á neðsta lagi tromlunnar,
nótavindurnar 35 tonna átak á
neðsta lagi vindu, hvort tveggja
miðað við tómar vindur. Tog-
vindum er stýrt af sjálfvirkum
jöfnunarbúnaði, svokölluðum
„auto trawl“ búnaði sem sömu-
leiðis kemur frá Karmoy og er af
gerðinni Karm Datatrawl.
Sjókæli og tankakerfi
Sjókæli- og tankakerfi skipsins
byggist upp af þremur þáttum. Í
fyrsta lagi kælibúnaði frá York
Refrigeration sem afkastar kæl-
ingu á 400 rúmetrum af sjó úr 25
gráðum í eina gráðu á hálfri sjö-
undu klukkustund. Við tanka
skipsins er tengt svokallað pæli-
kerfi frá Rolls Royce Marine en
kerfið er framleitt af Ulstein og er
Héðinn umboðsaðili hér á landi.
Kerfið er mikilvægt eftirlitskerfi
Óskum útgerð og áhöfn
til hamingju með glæsilegt nýtt skip
Dekkbúnaður Ingunnar AK 150 sem kemur frá Karmoy Winch er:
1 st. Akkerisspil
2 st. 71 tonna togvindur fyrir flottroll
1 st. Karm Datatrawl 3010
2 st. 35 tonna nótavindur
1 st. 18 tonna geilavinda
2 st. 54 tonna flottrollstromla
1 st. 3,7 tonna kapalvinda
2 st. 4 tonna bakstroffuvindur
1 st. 16 tonna vinda
1 st. 5,5 tonna capstan
2 st. 18” fiskidælur. Ca. 4500 M3/tímann
1 st. Slöngutromla fyrir fiskidæluslöngur
1 st. Slöngutromla fyrir vökvaslöngur
fiskidælu
1 st. 35 tonna Tristar nótavinda.
1 st. 5,5 tonna Karm nótaleggjari
1 st. 5 tonna milliblökk
2 st. 48 tonn/meter dekkkrani
Ennfremur allt vökvakerfi,
svo sem dælur, rafmótorarm
vökvaventlar og fl.
Ingunn AK 150
Við bjóðum heildarlausnir fyrir tog- og nótaskip
A.G.V ehf.
Sími: 565 5533
Símbréf: 565 5577
GSM: 893 7389
E-mail:
agv@skima.is