Ægir - 01.03.2001, Qupperneq 32
32
K Ú F I S K V E I Ð A R
Þórshafnarbúar hafa aflað sér tölu-
verðrar reynslu við kúfiskveiðar
og -vinnslu. Á haustmánuðum
1996 hófst útgerð Öðufellsins ÞH
frá Þórshöfn, en saga hennar end-
aði sviplega sumarið eftir þegar
Öðufellið sökk út af Langanesi.
Mannbjörg varð. Í nóvember
1999 var báturinn Skel ÍS síðan
leigður til Þórshafnar og hann
gerður út þar til í fyrravor. Það
hefur því verið uppihald á skel-
fiskveiði og -vinnslu á Þórshöfn í
tæpt ár og því mikilsvert fyrir
byggðarlagið að vel takist til. Jó-
hann A. Jónsson bendir á að gert
sé ráð fyrir að 20-30 manns hafi
atvinnu af skelfiskvinnslu í landi
og 4-5 sjómenn verði í áhöfn
skipsins. Það hefur því mikið að
segja fyrir atvinnulífið á Þórshöfn
og byggðarlagið allt að vel takist
til.
Kúfiskurinn á Banda-
ríkjamarkað
Jóhann segir að Íslenskur kúfiskur
hf. sé í samstarfi við bandaríska
fyrirtækið Blount Seafood Cor-
poration á Rhode Island og það sé
lykillinn að því að koma vörunni
á markað vestra þar sem fiskurinn
er fyrst og fremst nýttur sem hrá-
efni í súpur. Jóhann segir að rík
hefð sé fyrir neyslu á kúfiski á
austurströnd Bandaríkjanna.
Þetta sé býsna stöðugur markað-
ur, en jafnframt nokkuð kröfu-
harður og erfiður. Lykillinn að því
að standast kröfur markaðarins sé
samstarfið við Blount Seafood.
Mikilvægt að nýta miðin
af skynsemi
Fossá ÞH er langstærsta kúfisk-
veiðiskipið sem hefur verið gert
út við Ísland til þessa. Ólíkt fyrri
kúfiskveiðiskipum er það hannað
hér á landi og byggir hönnunin að
töluverðu leyti á þeirri reynslu
sem aflast hefur við þessar veiðar.
Hönnun skipsins var í höndum
Ráðgarðs-Skiparáðgjafar og þá
gáfu Þorsteinn Þorbergsson, skip-
stjóri Fossár, og sérfræðingar hjá
Blount Seafood góð ráð við hönn-
unina, en Þorsteinn var einnig
skipstjóri Öðufellsins, sem eins og
áður segir sökk út af Langanesi í
júlí 1997.
Jóhann A. Jónsson segir afar
mikilvægt að nýta kúfiskmiðin af
skynsemi. Til að byrja með verði
veiðisvæði Fossár frá Skjálfanda-
flóa í vestri austur um til Héraðs-
flóa. Jóhann segir ljóst er að það
muni taka taka töluverðan tíma
að prófa skipið og læra á veiði-
búnaðinn. Afköst verði því vart
komin í eðlilegt horf fyrr en eftir
einhverjar vikur. En Jóhann met-
ur það svo að þegar hjólin verði
farin að snúast af fullum krafti
megi gera ráð fyrir veiðum og
vinnslu á 10-15 þúsund tonnum
af kúskel á Þórshöfn á ári.
Samstarfið við Blount
Seafood afar mikilvægt
- segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar
„Það má kannski orða það svo að þetta sé spurning um hvort það tekst
eða tekst ekki að nýta þessa auðlind hér við land,“ segir Jóhann A. Jóns-
son, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, en fyrirtækið á
stærstan hlut í Íslenskum kúfiski hf. sem keypti nýverið kúfiskveiði-
skipið Fossá ÞH 362, en það er smíðað í skipasmíðastöðinni Guangzhou
Huangpu í Kína.
Jóhann A. Jónsson. „Væntum 10-15
þúsund tonna veiði á ári.“
Háþrýstiplógur af þeirri gerð sem notuð er í Fossá ÞH.