Ægir - 01.03.2001, Qupperneq 50
50
Ufsinn er nokkuð langur og rennilegur fiskur með meðalstóran,
frammjóan haus með neðri skoltinn lengri en þann efri. Tenn-
urnar eru smáar og oddhvassar og augun meðalstór. Bolur er
frekar stuttur en strirtlan löng og sterkleg. Bakuggar eru þrír, sá
í miðið er lengstur, og raufaruggarnir eru tveir, sá fremri lengri.
Sporður er stór og sýldur og eyruggar eru í meðallagi. Kviðugg-
ar eru fremur litlir og liggja framan við eyrugga. Hreystur er all-
stórt. Ufsinn er blágrár eða dökkblár að ofan en ljósari á hliðum.
Á kviði er hann næstum hvítur og rákin er einnig hvít.
Algengast er að ufsi verði 70 - 110 cm að lengd en lengsti ufsi
sem veiðst hefur á Íslandsmiðum mældist 132 cm og gæti það
verið lengsti ufsi sem nokkurn tíma hefur veiðst.
Heimkynni ufsans eru beggja vegna Norður-Atlantshafsins.
Hann er við Ísland, aðallega þó sunnan og suðvestanlands, við
Færeyjar, við Bretlandseyjar suður í Biskajaflóa. Hann er í Norð-
ursjó, Skagerak, Kattegat og dönsku sundunum. Við Noreg er
hann og allt norður til Múrmansk, í Barentshafi til Svalbarða. Í
Norðvestur-Atlantshafi finnst ufsi við sunnanvert Grænland,
Kanada frá Labrador, við Nýfundnaland og Bandaríkin suður til
Norður-Karólínu.
Ufsinn heldur sig mest á yfirborði niður að 200 metra dýpi en
getur verið á allt að 450 metra dýpi. Hann flækist mikið um
höfin og fer oftast um í stórum torfum.
Fæða ufsa er breytileg eftir stærð hans og svæðum sem hann
heldur sig á. Seiðin éta fyrst smákrabbadýr og fisklirfur en síðan
einkum burstaorma, rifhveljur krabbadýr, krabbaflær, ljósátu og
fleira. Fullornir ufsar éta ljósátu, fiskseiði og mikið af loðnu og
síld, smáþorski, kolmunna og fleira. Stærsti ufsinn étur gjarnan
smokkfisk.
Ufsinn hrygnir hér við land síðari hluta janúar og í febrúar
fram í miðjan mars. Aðal hrygningarsvæði hans við Ísland er
undan Suðurlandi og vestur um. Hann hrygnir á 100 - 200
metra dýpi við 6-10°C og eru eggin um 1 mm í þvermál og
fjöldi þeirra frá nokkur hundruð þúsundum upp í 8 milljónir
eftir stærð hrygna. Egg og lirfur berast með straumnum langan
veg frá hrygningastöðvunum í áttina til Vestur- og Norðurlands.
Vöxtur ufsans er nokkuð hraður fyrsta árið og eru seiðin ársgöm-
ul og orðin 10 - 25 cm lengd, tveggja ára eru þau 28 - 42 cm og
þá leitar hann á veturna út á dýpra vatn. Ufsinn verður kyn-
þroska 4 - 7 ára og getur orðið 25 - 30 ára gamall.
Aðalveiðisvæðið hér við land er á suður- og suðvesturmiðum í
febrúar fram í ágúst og hefur aflinn verið undir 50 þúsund tonn-
um síðustu árin. Hann er mest veiddur í botnvörpu og í net og
er aflinn að mestu fluttur út blautverkaður, lausfrystur í flökum
eða blokk eða sem söltuð flök. Kaupendur eru í Kanada, Banda-
ríkjunum og Þýskalandi.
Pollachius virens
Ufsi
F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N
K R O S S G Á T A N