Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2001, Side 21

Ægir - 01.03.2001, Side 21
21 R A N N S Ó K N I R tíu mánaða eldi. Þá var 10 þorsk- um úr hverjum tilraunahópi slátr- að. Fiskarnir voru lengdarmældir, vigtaðir, slægðir og ísaðir í frauð- plastkassa, sem geymdir voru í kæli þar til rannsókn á þeim fór fram. Fimm fiskar úr hverjum hópi voru athugaðir daginn eftir slátrun (rétt komnir úr dauða- stirðnun). Vinstra flakið fór í skynmat en það hægra í áferðar- og efnamælingu. Fimm fiskar úr hverjum fóðurhópi voru geymdir í 6 daga til viðbótar og mældir með áferðarmæli. Í þetta sinn var áferðarmælingin gerð bæði á hrá- um og soðnum fiskinum og var þá hægra flakið áferðarmælt hrátt en það vinstra soðið. Efnamælingar sem gerðar voru á fisksýnunum voru á prótín, fitu, vatni og sýrustigi (pH). Mæling- arnar voru gerðar á efnastofu Rf í Reykjavík eftir alþjóðlega viður- kenndum aðferðum. Efnamæling var gerð á 5 fiskum úr hverjum fóðurhóp. Skynmat var gert á soðnum fiskinum. Sýnin voru gufusoðin í álboxum í 5 mínútur. Átta til tólf dómarar mátu sýnin í hvert skipti og mat hver dómari hvert sýni þrisvar sinnum. Þeir áferðarþættir (mælikvarði 0-100), sem dæmdir voru, snéru að því hvort fiskurinn þætti: þurr/safaríkur, stinn- ur/mjúkur og minnst mauk- kenndur/mest maukkenndur. Áferðarmælingar voru fram- kvæmdar með Stable Micro Sy- stems (TA.XT2i) áferðarmæli. Gert var samþjöppunarprófið TPA (Texture Profile Analysis), en þá er sama sýnið pressað tvisvar í röð, en verið er að líkja eftir „munnbiti“. Mæligildin sem notuð voru við úrvinnsluna voru harka (Newton), sem er krafturinn í fyrri pressunni og samloðun (%), sem er hlutfall krafta í fyrri og seinni pressun. Áhrif fóðurmagns á vöxt hjá þorski Þyngdarmunur tilraunahópanna kemur greinilega fram í töflu 1. Holdstuðull gefur einnig til kynna næringarástand fisksins. Því lægri sem holdstuðullinn er því horaðari er fiskurinn. Áhrif fóðurmagns á prótín- og vatnsinnihald þorskholds Niðurstöður efnamælinga á pró- tíni og vatni úr sýnatökufiskun- um (mynd 1) koma heim og sam- an við þá kenningu að á milli pró- tínininnihalds og vatnsinnihalds sé gagnstætt samband þ.e. þegar prótíninnihald er hátt er vatns- innihald lágt og öfugt. Þegar nær- ingarástand fisksins dvínar þá eykst vatnsinnihald á kostnað prótíninnihalds. (Eliassen and Vahl,1982). Marktækur munur er á milli K1 (100%) og K3(50% ) bæði í prótíninnihaldi og vatns- innihaldi. Áhrif fóðurmagns á áferð (hörku) og sýru- stig þorskholds Sýrustig (pH) í vöðva virðist vera góður mælikvarði á næringará- stand fisksins. Þetta skýrist af því að gott næringarástand hefur í för Munurinn er sláandi á jafn gömlum þorskum sem voru fóðraðir mismikið í eitt ár. Soffía Vala Tryggvadóttir og Ósvaldur Þorgrímsson við rannsóknir á eldisþorskinum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.