Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2001, Page 29

Ægir - 01.03.2001, Page 29
leika á útflutningi á fóðri til Kanada, en þangað inn eru ekki fóðurtollar. „Ég fór til Kanada, Halifax og Nýfundnalands í haust til þess að kynna mér aðstæð- ur. Á þessum slóðum er töluvert fiskeldi og á Ný- fundnalandi er undirmálsþorskur veiddur og alinn áfram. Á Nýfundnalandi er til dæmis engin fóður- verksmiðja, en fóðrið fá þeir um langan veg með flutningabílum. Þarna kunna vissulega að vera möguleikar fyrir okkur, sem við munum skoða bet- ur.“ Erlendir aðilar sýna Laxá áhuga Það er sem sagt margt spennandi í farvatninu hjá Fóðurverksmiðjunni Laxá hf.. Gangi uppbyggingar- áform í hérlendu fiskeldi eftir er ljóst að það mun skipta Laxá miklu máli. Það kemur líka á daginn að fjárfestar fylgjast vel með því sem er að gerast á þessu sviði og Valgerður staðfestir að bæði danskir og fær- eyskir aðilar hafi sýnt því áhuga að koma inn í eign- arhald á Laxá. Þessi áhugi sýnir, að mati Valgerðar, að sé rétt á málum haldið megi gera góða hluti á þessu sviði. Sóknarfærin séu í það minnsta til staðar. Valgerður meðal varskra kvenna á Torrek sýningunni í Færeyjum vorið 2000. Þessi skemmtilega mynd var tekin þegar frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heimsóttu bás Laxár á sýningunni. „Gerum okkur vonir um að strax í sumar náum við að gera svo stóran samning að komið verði á föstum skipaflutningum milli Færeyja og Akureyrar,“ segir Valgerður.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.