Ægir - 01.03.2001, Blaðsíða 14
14
S K I P A M Á L N I N G O G H R E I N S I E F N I
Ómar Gunnarsson, efnaverkfræð-
ingur hjá Sjöfn, segir Sigma
málningu hafa reynst geysilega
vel við íslenskar aðstæður. Í verð-
um sé Sigma-málningin fullkom-
lega samkeppnisfær og á mörgum
sviðum sé hún í fararbroddi með
tæknilega eiginleika. Ómar segir
að svokölluð Sigma CM epoxy-
málningarlínan skilji Sigma Coat-
ings frá öðrum málningarfram-
leiðendum. Í þeirri málningu sé
bindiefni sem sé sérhannað af
Sigma Coatings og því sé öðrum
framleiðendum ekki mögulegt að
nota það. Ómar bendir á að þetta
bindiefni hafi sérstaklega verið
hannað til þess meðal annars að
koma til móts við kröfur um betri
endingu málningarinnar. Þá segir
Ómar að þessi Sigma CM máln-
ing þoli að málað sé við allt að
95% rakastig eða í allt að tíu
gráðu frosti. Sem sagt; við dæmi-
gerðar íslenskar aðstæður þar sem
stöðugt skiptast á skin og skúrir
og menn hafa ekki tíma til þess að
bíða eftir betra málningarveðri.
Sigma CM málning er þurr-
efnarík sem þýðir að hún gefur
þéttari málningarfilmu og því öfl-
ugri tæringarvörn og slitþol en
svokölluð einþátta vínyl- og
akrýlmálning. Þá bendir Ómar á
að Sigma CM hafi lengri notkun-
artíma eftir íblöndun herðis og
mun styttri biðtíma á milli um-
ferða en flest allar aðrar tegundir
tvíþátta epoxymálningar.
Sigma-málning í Chile
og Kína
Í nóvember á síðasta ári var loðnu-
skip Samherja hf., Þorsteinn EA,
málað úti í Póllandi með Sigma-
málningu. Í lestarnar var notuð
svokölluð Sigmaguard CSF 75
málning, sem upphaflega var
hönnuð til þess að mála drykkjar-
vatnstanka og vottuð sem slík.
Ómar segir að notagildi þessarar
málningar í loðnulestum, þar sem
um er að ræða afurðir sem ætlaðar
eru til manneldis, sé ótvírætt.
Botn Þorsteins EA var málaður
með Sigma-botnmálningu, sem
kallast Sigmaplane Ecol HA.
Þetta er sjálfslípandi málning og
án lífrænna tinsambanda. Ómar
Gunnarsson segir þessa málningu
vera sérhannaða fyrir togskip í
köldum sjó og sé hún með öfluga
(High Active) sjálfslípingareigin-
leika til varnar því að gróður fest-
ist á botninum.
Sem stendur er verið að smíða
tvö stór íslensk fiskiskip þar sem
Sigma-málning er notuð. Annars
vegar nýjan Hákon ÞH, sem er í
smíðum í Chile, og hins vegar
nýtt skip, sem verið er að smíða í
Kína fyrir Bakka hf. Ómar segir
rétt að fram komi að málningin á
þessi skip sé ekki flutt alla leið frá
Íslandi til viðkomandi skipa-
smíðastöðvar erlendis, eins og
dæmi séu um hjá öðrum málning-
arfyrirtækjum, Sigma sé alþjóð-
legt fyrirtæki sem hafi lagera í
næsta nágrenni við skipasmíða-
stöðvar út um allan heim.
Hreinsiefni
Í hreinsiefnum hverskonar hefur
Sjöfn lengi haft sterka stöðu í
sjávarútvegsgeiranum og segir
Ásgeir Ívarsson, efnaverkfræðing-
ur hjá Sjöfn, að fyrirtækið leggi
mikla áherslu á þessar vörur, enda
séu nokkrir af stærstu viðskipta-
vinum fyrirtækisins í þessum
geira. Ásgeir segir að margar af
hreinsivörum Sjafnar hafi í gegn-
um tíðina verið þróaðar í sam-
starfi við sjávarútvegsfyrirtækin.
Hann segir hreinsivörur vera í sí-
felldri þróun, eldri vörur séu
betrumbættar eða þær detta út og
nýjar vörur komi inn. Nú séu
uppi auknar kröfur í öllum efna-
iðnaði um framleiðslu umhverfis-
vænna vara. Bæði séu kröfur af
hálfu opinberra aðila í þessum
efnum stífari en áður og ekki séu
neytendur, jafnt einstaklingar
sem fyrirtæki, síður meðvitaðir
um þessa hluti. „Ég get sagt að
núna erum við hjá Sjöfn einmitt
að þróa nýja tegund sótthreinsi-
efna sem koma til móts við
ströngustu umhverfiskröfur,“ seg-
ir Ásgeir. Hreinsiefni sem Sjöfn
selur sjávarútveginum eru af ýms-
um toga, allt eftir því við hvaða
aðstæður á að nota þær. Nefna má
vörutegundir eins og „Ofur-
gamm“, „Fókus“, „Sýrutak“,
„Brútus“, „Afvísi“, „Þrif“ og „Alfa
Efnaverksmiðjan Sjöfn á Akureyri:
Áhersla á Sigma-skipamálningu og
hreinsivörur fyrir sjávarútveginn
Efnaverksmiðjan Sjöfn hf. á Akureyri er með umboð fyrir skipa- og iðn-
aðarmálningu frá hollenska málningarframleiðandanum Sigma Coat-
ings, sem er bæði með verksmiðjur í Hollandi og Belgíu.
Ómar Gunnarsson
Sjafnar og Ásgeir
Ívarsson,
efnaverkfræðingar
hjá Sjöfn.
Mynd: Jóhann ólafur Halldórsson