Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2002, Side 8

Ægir - 01.04.2002, Side 8
8 Hafsbotninn við Ísland hefur ekki nema að litlu leyti verið kortlagður og hérlendis hefur reyndar ekki verið tiltækur tæknibúnaður til slíks, fyrr en nýjasta rannsóknaskip Hafrann- sóknastofnunarinnar, Árni Frið- riksson, kom til sögunnar. Fjöl- geislamælirinn (Multibeam Echo Sounder) um borð í Árna Frið- rikssyni, skapar nýja möguleika fyrir öflun upplýsinga til ná- kvæmrar kortlagningar hafs- botnsins. Tækið er af gerðinni Simrad EM 300, 30 kHz og það virkar í stórum dráttum á þann veg að það sendir 135 geisla sam- tímis til botns en þess má geta til samanburðar að venjulegur dýpt- armælir í skipi sendir aðeins einn geisla til botns. Breidd mælinga- svæðisins með fjölgeislamæli er fimmfalt sjávardýpi, sem þýðir að ef dýpið er t.d. 200 metrar er mælt 1.000 metra breitt hafsvæði í einu lagi. Tækið hentar best til mælinga á 100-3.000 metra dýpi en það er sagt hafa burði til mæl- inga á allt að 5.000 metra dýpi. Tólf þúsund ferkílómetra mælingasvæði fyrir sunnan land Fjölgeislamælirinn var notaður í fyrsta skipti í leiðangri Árna Frið- rikssonar í september 2000. Tæk- ið stóðst fyllilega allar væntingar og meira til. Á fjórum dögum var mælt um 4.300 ferkílómetra svæði suður af landinu, nánar til- tekið á Kötluhryggjum suður af Kötlugrunni, í Reynisdjúpi og í Hafrannsóknastofnunin: Fjölgeislamælir gefur nákvæmar upplýsingar um hafsbotninn Fjölgeislamælir um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni veitir nýjar og nákvæmari upplýsingar um lögun og gerð hafsbotnsins við Ís- land en unnt hefur verið að afla til þessa með tækjum um borð í ís- lenskum skipum. Mælingar fyrir sunnan land og í Arnarfirði, gefa gleggri mynd af þessum hafsvæðum en áður hafði verið þekkt. Guðrún Helgadóttir, jarðfræðingur, á vinnustofu sinni á Hafrannsóknastofnuninni. Mynd: Hreinn Magnússon. Sendi- og móttökubotnstykki fjölgeislamælisins eru fest neðan á kjöl Árna Friðriks- sonar RE 200. H A F S B O T N S R A N N S Ó K N I R

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.