Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2002, Page 24

Ægir - 01.04.2002, Page 24
24 E R L E N T Þetta er skoðun Bernt-Aksels Jensens, oddvita í Nordkapp í Noregi. Úr glugganum sínum sér hann loðnuskip, neta- og línubáta að veiðum. Í Honningsvåg, Karnøyvær, Skarsvåg og Gjesvær eru stórar fiskihafnir og þar er tekið á móti mestum fiski í Finn- mörku. „Ég er fæddur hér og uppalinn og auk margs annars hef ég bæði verið á úthafsveiðiskipum og dag- róðrabátum. Ef hér á að vera líf- vænlegt að búa verðum við að efla dagróðraflotann. Afkastavandann verður að leysa með því að minnka úthafsveiðiflotann og færa verður veiðiheimildir til dagróðrabáta. Auk þess verður að ákvarða hversu mikið eitt fiski- skip má kosta. Það er glórulaust að nota fiskistofnana til þess að halda uppi fiskveiðiflota sem í er bundið allt of mikið fé,“ segir Jensen. Kvóti, afkastageta og stærð skipa Ýmsir telja að ekki eigi að miða stærð strandveiðiflotans við áætl- aða lágmarksstærð þorskstofnsins; það yrði til þess að ekki næðist að veiða allan kvótann og hann yrði þá færður til úthafsveiðiskipanna. „Það eru stjórnmálamennirnir sjálfir sem byggt hafa upp af- kastagetu strandveiðiflotans sem yfirvöld telja nú vandamál. Þeir ákváðu að setja skipum kvóta á hvern lengdarmetra og opnuðu þannig leið til að ná meiri kvóta með því að lengja skipin, auk annarrar lagasetningar sem stuðl- aði að fjölgun stærri dagróðra- báta. Skýrslur sýna fjórföldun af- kasta 90 feta bátanna. Þessu mót- mæltu margir á sínum tíma og töldu varhugavert. Afleiðingarnar urðu þær að hinir stóru tóku frá hinum smáu og nú á að lækna meinið með aðferðum, sem munu leiða til hins sama; kvótaskiptum og reglum sem eiga að auðvelda mönnum að selja sig út úr grein- inni. Þannig ná hinir ríku meiri og meiri kvóta, sem er klárlega rangt. Sjómenn eiga að hafa tekj- ur sínar af fiskveiðum en ekki braski með réttindi. Kaup og sala skipa með kvóta hefur nú þegar valdið mörgum sjávarplássum erf- iðleikum og þeir munu enn vaxa við þær ráðstafanir sem nú eru á döfinni.“ Hagstæðari og umhverfisvænni Bæði úthafsveiðiflotinn og dag- róðraflotinn eiga sína talsmenn á ólíkum stöðum. Þeir benda á að með úthafsveiði náist meiri stöð- ugleiki í hráefnisöflun fyrir fisk- vinnsluna og sjómenn fái meira frí með skipulegum afleysingum. Hinir segja að fjárfesting sé lítil í dagróðrabátum og margir bátar styrki fleiri byggðarlög og dag- róðrabátarnir landi auk þess alltaf afla sínum í heimabyggð. Þar að auki skili dagróðrabátarnir ferskari fiski og séu þarmeð arð- samari. Hvað sem því líður sýna skýrslur glöggt að strandveiði- flotinn hefur vinninginn bæði með tilliti til ábata og umhverfis. Mestum tekjum til sjómanna skila 8-10 metra snurvoðarbátar, 53% af aflaverðmæti. Eldsneytis- eyðsla nemur aðeins 5% af afla- verðmæti. Ein af röksemdunum fyrir því að skera niður strand- veiðiflotann eru of lágar tekjur á bát! „Er ekki góður aðbúnaður áhafnar um borð og virkt afleys- ingakerfi vænlegra en dagróðrarn- ir til að fá ungt fólk á skipin? Má vera, en slíkt skipulag er tvíbent. Ef hægt er að þéna góð árslaun með því að vera einn mánuð í Barentshafinu og einn mánuð á landi þarf enginn að búa í Honn- ingsvåg. Þá er allteins hægt að búa á Malaga,“ segir Bern-Aksel Jensen. Í Noregi er líka deilt um veiðar smábátanna: Mistök að skerða hlut dagróðrabáta - er skoðun margra í Norður-Noregi „Dagróðraflotinn er burðarásinn í lífi fólks og búsetu á ströndinni. Ef stjórnvöld ætla að skera niður veiðar í þeim geira skerða þau um leið kjör okkar sem búum í Nordkapp sveitar- félögunum og reyndar allra þeirra sem í sjávar- plássum búa.“

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.