Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 37
37
L O Ð N U V E I Ð A R
umræða sem maður heyrir stund-
um að það sé veitt alltof mikið af
loðnu. Ég býst við að erfitt sé að
segja nákvæmlega til um hversu
mikið sé óhætt af veiða úr stofn-
inum. En ég tel að óhemju mikið
af loðnu hafi hrygnt núna í mars,
því stærsta loðnugangan sem fór
fyrir Reykjanesið endaði um 20
mílum þar vestur af og bókstaf-
lega hvarf. Ég held því að ástæðu-
laust sé að óttast að við höfum
drepið alla loðnuna í vetur, þrátt
fyrir að aflinn hafi verið mikill og
góður. Við á Guðmundi Ólafi
höfum verið töluvert í sumarveið-
um á loðnu, t.d. norður og norð-
austur af Langanesi, út af Vest-
fjörðum og sömuleiðis á Kol-
beinseyjarsvæðinu. Á þessum
svæðum sjáum við aldrei þorsk í
kringum loðnuna, eins og við
gætum búist við miðað við þá
vitneskju að þorskurinn þrífist að
töluverðu leyti á loðnunni. Í vet-
ur veiddum við loðnu í flotvörpu
við aðalþorskveiðislóð fyrir Aust-
urlandi. Við drógum flotvörpuna
frá 15 föðmum og alveg niður á
140 faðma og urðum á þessum
slóðum aldrei varir við þorsk. Við
hefðum meira að segja ekki getað
veitt okkur þorsk í matinn. Ég
hef enga skýringu á því hvernig á
þessu stendur. Ef þorskinn vantar
mikið æti, þá held ég að hann sé
varla svo vitlaus að hann reyni
ekki að halda sig þar sem það er.
Þegar ég var að byrja á loðnunni í
kringum 1984 var haustloðnu-
veiðin mikil út á Kögurgrunni og
norður af Horni, á venjulegri tog-
slóð. Besta loðnuaflann fengum
við að degi til þegar bolfiskurinn
hafði hópast undir loðnuna og
lyft henni hreinlega upp. Þetta
höfum við ekki séð gerast til
fjölda ára. Með öðrum orðum
virðist vera hverfandi lítið um
þorsk þar sem við erum að veiða
úr loðnutorfunum. Á loðnuslóð
eru kannski ein fimmtán skip að
draga á eftir sér flotvörpur með
þéttriðnum pokum og vitanlega
ættum við að fá einhvern þorsk í
vörpurnar, en það gerist bara
ekki.
Ég minnist þess að hér á árum
áður vorum við á fiskitrolli á
gamla bátnum okkar að hausti
til, meðal annars á mikilli
loðnuslóð út á Strandagrunni og
vestur á Hala og Kögurgrunni. Á
Strandagrunni var oft óhemju af
þorski og þar var aðalætið hans
greinilega rækja, en ekki loðna.
Ég tel því að menn geti verið al-
veg rólegir með það að þrátt fyrir
góða loðnuveiði erum við örugg-
lega ekki að drepa ætið frá þorsk-
inum.„
Eins og að reka fé til réttar
Lýsingar Marons á stórauknum
fjölda hvala á loðnumiðunum
kemur heim og saman við lýsing-
ar fjölmargra annarra loðnusjó-
manna.
„Það er í raun undravert hversu
mikil loðna er í sjónum miðað við
það hvalastóð sem er alveg gjör-
samlega að kaffæra okkur. Allir
þessir hvalir þurfa óhemju að éta,
um það þarf ekki deila. Það er
engin spurning að hvölum hefur
fjölgað geysilega á undanförnum
árum. Þegar ég var að byrja á
loðnunni tók maður sveig ef mað-
ur sá hval, en núna er oft engu
líkara en maður sé að reka fé til
réttar. Hvalirnir fylgja loðnunni
eftir og þeir eru greinilega líka í
samkeppni við loðnuna um ljós-
og rauðátu. Í mínum huga er það
með hreinum ólíkindum að menn
skuli sitja kófsveittir yfir því
hvort flotinn megi veiða 10-20
þúsund tonnum meira eða minna
af bolfiski og 100 þúsund tonn-
unum meira eða minna af loðnu,
á sama tíma og hvalirnir eru að
éta við nefið á okkur allt að
tveimur milljónum tonna af fiski.
Þegar líður að kosningum vakna
alltaf einhverjir þingmenn upp
og leggja til að við förum að veiða
hval, þó svo að fyrir liggi skýr
vilji Alþingis um það. Um leið
og búið er að telja upp úr kjör-
kössunum er kannski í mesta lagi
einn þingmaður af Akranesi sem
heldur þessari umræðu gangandi.
Aðrir hafa snarlega gleymt henni.
Við höldum að við getum lifað af
því að fylla hverja Flugleiðaþot-
una af annarri af túristum og sýnt
þeim hvali. Þetta er auðvitað al-
Maron Björnsson, skipstjóri
á Guðmundi Ólafi ÓF.
„Ef þorskinn vantar mikið
æti, þá held ég að hann
sé varla svo vitlaus að
hann reyni ekki að halda
sig þar sem það er.„