Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2002, Page 41

Ægir - 01.04.2002, Page 41
41 F R É T T I R Hraðfrystihús Eskifjarðar tekur rafskautaketil í notkun: Sparnaður og minni losun koltvísýrings Á dögunum var tekinn í notkun rafskautaketill í mjöl- og lýsis- vinnslu Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar, en hann framleiðir gufu með því að hita vatn með 11 þúsund volta háspennu og fylgir þeirri gufuframleiðslu engin loftmeng- un. Gufan er síðan nýtt í sjóðara verksmiðjunnar og einnig til upphitunar lýsis. Á heimasíðu fyrirtækisins kem- ur fram að rafskautaketillinn komi í stað gufukatla sem brenndu svartolíu með tilheyr- andi losun af koltvísýringi og brennissteinsoxíði. Forsvarsmenn Hraðfrystihúss Eskifjarðar meta það svo að miðað við þann rekstur sem hafi verið hjá fiskimjölsverksmiðju fyrir- tækisins undanfarin ár sé verið að minnka svartolíubrennslu um 2,5 - 3,0 milljónir lítra á ári, en það samsvarar minnkun í losun koltvísýrings sem nemur um 7.700 tonnum á ári, sem er um 0,3% af heildarlosun á landinu öllu. Rafskautaketillinn verður í upphafi rekinn á 7-8 megavött- um, en einnig er í skoðun að leggja gufulögn yfir í aðra hluta fyrirtækisins og nýta hana þar. Gerður hefur verið sérstakur samningur milli Landsvirkjunar og RARIK annars vegar og Hrað- frystihúss Eskifjarðar hf. hins vegar um orkukaup vegna þessa verkefnis. Ljóst er að auk veru- legra bættra umhverfisáhrifa vegna rafskautaketilsins þá er mikill fjárhagslegur ávinningur fyrir fyrirtækið af tilkomu hans þar sem skipt er úr erlendri orku yfir í ódýrari innlenda vistvæna orku. Uppl‡singavefur um íslensk skip Kíktu á www.skipaskra.is og www.hafnir.is

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.