Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 5

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 5
Allt í stáli á Ísafirði 3X-Stál á Ísafirði er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vélbúnaði fyrir hérlend og erlend sjávarút- vegsfyrirtæki. Lögð er áhersla á framleiðslu vélbúnaðar úr ryðfríu stáli. Fyrirtækið er ekki nema tæplega tíu ára gamalt, en þrátt fyrir það hafa þeir 3X-Stál menn náð afar góðum árangri, jafnt innanlands sem erlendis. Bróðurpartur framleiðslunnar er raunar fyrir erlendan markað, nýverið gerði fyrirtækið m.a. stóran samning um hönnun og smíði búnaðar fyrir rækjuvinnslur á Ný- fundnalandi. Ægir sótti 3X-Stál heim og kynnti sér starfsemina. Öryggi sjófarenda er eilífðar verkefni „Því miður er það svo að við merkjum aukinn áhuga sjófarenda á öryggismálunum í kjölfar alvarlegra sjóslysa. Það viljum við hins vegar síður upplifa. Við viljum að menn sýni öryggismálunum alltaf jafn mikinn áhuga og ekki þurfi alvarleg slys til þess að vekja þá til umhugsunar um hvað betur megi fara,“ segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, í athyglisverðu viðtali um starfsemi skólans og öryggismál sjómanna. Endurmenntun sjómanna og vélstjóra Sjómenn og vélstjórar eiga rétt á endurmenntun og um hana hefur verið myndaður ákveðinn rammi sem Ægir kynnti sér bæði hjá Vélstjórafélagi Íslands og Sjómannasambandi Íslands. Tvær nýjar fisktegundir á Íslandsmiðum Á síðasta ári veiddust tvær áður óþekktar fisktegundir á Íslands- miðum - oddhali, Lionurus carapinus sem veiddist í september á 1691-1712 m dýpi djúpt suður af Stokksnesi og pálsfiskur, Zen- opsis conchifera sem veiddist í apríl á Sandvík norðan Reykja- ness. Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson á Hafró skrifa athygl- isverða grein um furðufiska. Baldvin EA - lengsta skip flotans Baldvin EA-10, fjölveiðiskip Samherja hf., er komið á loðnuveiðar. Skipið var lengt úti í Lettlandi á síðasta ári og hefur breyst ansi mikið frá því að það kom til Ísafjarðar á sínum tíma undir nafninu Guðbjörg ÍS. Jón Sigurðsson kynnti sér breytingar á skipinu. Ólafur í Tromsö Ólafur Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyja- fjarðar, stýrir nú fiskeldisfyrirtækinu Troms Marine Yngel í Tromsö í Noregi, sem ætlar að veðja á þorskeldi í framtíðinni. Þessa dag- ana er verið að byggja upp fullkomna þorskseiðaeldisstöð í Trom- sö sem kostar um 65 milljónir norskra króna, eða um 750 milljón- ir íslenskra króna. Stöðin er samtals um 4000 fermetrar að flatar- máli. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.) Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 π Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2003 kostar 6600 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5207 Forsíðumyndina tók Halldór Sveinbjörnsson á Ísa- firði af hluta starfsmanna 3X-Stáls á Ísafirði. Í for- grunni eru eigendur fyrirtækisins - Jóhann Jónsson (t.v.) og Albert M. Högnason. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 28 20 24 38 14 46

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.