Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 9
9 E R L E N T arar, sem veiða í bræðslu, teknir með 70 tonn af aukfiski, sem var mestmegnis þorskur og annar verðmætur matfiskur. Í fyrra voru 11 bátar teknir með allt að 90% aukfiski í sama túr! Það er líka altalað að hollenskir togarar nota tvöfaldan trollpoka. Ytra netið er sagt vera til hlífðar en minnkar í reynd möskvann. Í lokaviðræðunum í Brüssel um fiskveiðistefnuna voru Svíþjóð og Þýskaland mest á móti þegar rætt var um þorskkvótann í Norður- sjó. Veiði beggja þjóðanna er þar svo lítil að þær tapa litlu þótt þorskveiði verði þar bönnuð. Auk þess hefur Svíþjóð hætt þorsk- veiðum. ESB er vanhæft Gunn Hedberg segir í grein sinni í Fiskaren að þessi dæmi sýni að ESB sé vanhæft til þess að koma til leiðar betri stjórn á fiskveiðum ef sérhagsmunir ráða afstöðu ein- stakra þjóða. Á hinn bóginn hefur reynslan sýnt að sjómenn fara eftir þeim reglum sem þeir telja skyn- samlegar, ekki síst ef þeir hafa sjálfir tekið þátt í að setja þær. Hollenskir skelfisktogarar stjórna ábatasömum veiðum sjálf- ir. Sjómenn í Bohuslen í Svíþjóð hafa sett reglur um veiðar í Kosterfjorden, sem tryggja að all- ir fái réttlátan hlut í aflanum. Án efa eru mörg dæmi um þetta á ströndum Evrópulanda svo kannski væri best að sjómennirnir sjálfir öxluðu ábyrgðina á stjórn- um veiða á eigin hafsvæðum. Með því kynni að nást betri árangur en með opinberu eftirliti. Strand- gæslan gæti þá einbeitt sér að fjarlægari hafsvæðum en jafnvel þar hefur eftirlit lítið að segja ef sjómennirnir sjálfir fara ekki eftir reglunum. Ef þeir gera það ekki heyra fiskveiðar í Norðursjó sög- unni til eftir tíu ár. Landsstjórn norska Sjómannasam- bandsins hefur samþykkt friðun skötusels frá febrúar til maí, þó ekki sem aukfiski. Í sjávarútvegs- ráðuneytinu hafa verið ræddar til- lögur frá fiskveiðistjórnunar- nefndinni um að friða skötuselinn frá 20. desember til 31. maí en þeim tillögum hafa sjómenn á vesturströndinni, sem veiða skötusel, tekið heldur fálega. Þeir segja skötuselsveiðina afar mikil- væga fyrir afkomu margra sjó- manna og svo löng friðun muni koma illa við þá. Tillögunni um 75 sm lág- markslengd var líka hafnað. Í ESB ríkjunum er lágmarkslengd- in 60 sm. Þar eð skötuselur er veiddur bæði í Skagerrak og Norðursjó þýðir það tvenns konar reglur um lágmarksstærð á sömu miðum og það er ákaflega óheppilegt. Danir hafa í tilbót aukið skötuselsveiði sína mikið á norskum hafsvæðum í Norðursjó. „Talsvert af skötusel veiðist líka sem aukfiski við rækjuveiðar í Norðursjó og Skagerrak og þær veiðar yrðu utan friðunar sam- kvæmt tillögunum,“ segir Roy Kristensen, landsstjórnarfulltrúi í suðurdeild Sjómannasambands- ins. Sjómannasambandið telur að líffræðileg rök fyrir svo langri friðun skötuselsins séu haldlítil. Eðlilegt sé að afli hafi minnkað vegna þess að hér er um að ræða veiðar á tegund sem var sama og ekkert nýtt fyrir aðeins tíu árum eða svo. „Við förum gjarna í skötuselinn frá lokum rek- netavertíðar og fram að makríl- vertíðinni. Sjálfur veiði ég venju- lega skötusel frá maí til nóvember en þá hverfur hann af miðunum,“ segir Morten Kristensen frá Valle í Fiskaren. ESB hefur lagt til alfriðun skötusels. Hann er mikið veiddur í aðildarlöndunum og talið að sóknin sé komin yfir líffræðileg hættumörk. Veiddur skötuselur í Noregi 2001 (tonn): Norðursjór 1.224 Skagerrak 200 Norðan 62° 3.550 Alls í Noregi 4.974 Vilja að minna verði veitt Norskir fiskifræðingar vara al- varlega við ofveiði uppsjávar- fiska, makríls, norsku vorgots- síldarinnar og kolmunna. Al- varlegast er ástand kolmunna- stofnsins, hefur Fiskaren eftir Reidar Toresen hjá hafrann- sóknastofnuninni norsku. „Sífellt yngri árgangar kolmunna eru veiddir og því er það bara tímaspursmál hvenær stofnin hrynur. Þrátt fyrir viðvaranir hefur sóknin í kolmunnann ekki minnkað,“ segir Toresen. Stytting friðunartíma skötusels

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.