Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2003, Page 11

Ægir - 01.01.2003, Page 11
11 R Æ K J A eilítill kippur upp á við, en lækk- aði aftur verulega í fyrra. Meira vart við stórrækju Fyrir um áratug var stórrækja nokkuð áberandi í afla, en síðan datt þetta hlutfall niður úr öllu valdi. Á síðustu árum hefur orðið meira vart við stórrækjuna, eink- um í Norðurkantinum svokall- aða, við Kolbeinsey og í Eyja- fjarðarál, en einnig á Rauða torg- inu. Þetta kannast sjómenn vel við og segja að mjög góð rækja sé í þeim afla sem fáist, en hann megi hins vegar vera meiri. Rækjan og þorskurinn Í ástandsskýrslu Hafró um úthafs- rækjustofninn frá því í desember eru athyglisverðar upplýsingar og hugleiðingar um tengsl úthafs- rækjunnar og þorsksins. Grípum niður í skýrsluna: „Lengi hefur verið vitað að rækjuveiðiflotinn er í harðri samkeppni um rækjuna við ýmsa nytjafiska, einkum þorsk. Er unnið var að þróun afla- reglu fyrir þorsk árin 1993 og 1994 var því spáð að ef tækist að byggja þorskstofninn upp myndi árlegur rækjuafli minnka veru- lega og verða á bilinu 25-30 þús- und tonn eða minna. Á árunum 1995-1998 stækkaði þorskstofn- inn í kjölfar aukinnar friðunar og seinni hluta þess tímabils hafði hann veruleg áhrif á afrakstur rækjustofnsins. Þau áhrif urðu hins vegar mun hraðari en spáð hafði verið enda jókst magn þorsks á rækjuslóð mun meira en stofnstærð þorsksins. Því varð ljóst að til þess að geta spáð fyrir um þróun úthafsrækjunnar þyrfti ekki aðeins að spá fyrir um stofn- stærð þorsks heldur einnig það hlutfall stofnsins sem heldur sig á rækjuslóð, en það er mun breyti- legra en áður var talið. Þetta veld- ur ónákvæmari spám um fram- vindu rækjustofnsins og þarf að fylgjast náið með þróun mála, því magn þorsks á úthafsrækjusvæð- inu getur margfaldast á fáum mánuðum vegna gangna inn á rækjumiðin.“ Og síðar í ástandsskýrslunni segir: „Varðandi áhrif þorsks á rækju er athyglisvert að rækjuafli varð mestur í ársbyrjun 1997, tæpu ári eftir að aukinnar þorsk- gengdar varð vart á Norðurmið- um. Gæti það bent til þess að þorskurinn smali rækjunni saman og geri hana þannig aðgengilegri fyrir flotann.“ Steindautt í Bakkaflóa og Héraðsflóa Síðastliðið sumar var úthafs- rækjuveiðin nokkuð góð og í des- ember kom gott skot. En framan af janúar var rækjuveiðin mjög lé- leg, að sögn Þórarins Stefánsson- ar, stýrimanns á Rauðanúpi ÞH, rækjufrystiskipi ÚA. „Veðrið hef- ur ekki hamlað veiðum, síður en svo. Eftir einmuna tíð í haust var maður orðinn góðu vanur með veðrið. Það er því svo komið að maður kann því heldur illa að slæmt veður hamli veiðunum,“ segir Þórarinn. „Á þeim árum sem ég hef stundað þessar veiðar hafa orðið miklar sveiflur í rækju- veiðinni. Eitt árið er mikil veiði á ákveðnu veiðisvæði, en árið eftir er það steindautt. Það þýðir vart fyrir okkur lengur að setja út troll í Bakkaflóanum eða Héraðsflóa. Fyrir nokkrum árum voru þessi svæði hins vegar mjög gjöful. Að undanförnu hefur djúpkanturinn á norðvestursvæðinu fyrst og fremst verið að gefa veiðina,“ seg- ir Þórarinn. Dregur úr sókninni - lágt verð fyrir afurðirnar Hann telur eðlilegt miðað við nú- verandi stöðu að rækjuaflinn fari ekki yfir 30 þúsund tonn á ári. Þegar á heildina sé litið hafi dreg- ið úr sókn í rækjuna, í upphafi árs hafi ekki nema um tíu skip verið á þessum veiðum og undanfarin ár hafi eitthvað af þessum skipum farið vestur á Flæmska hattinn, hvað sem uppi verði á teningnum í ár. „Verðið fyrir rækjuna hefur heldur ekki hjálpað til,“ sagði Þórarinn og rifjar upp að fyrir fimm árum hafi fleiri krónur fengist fyrir rækjukílóið en í dag. Þetta segi sitt um verðfallið og því miður sé fátt sem bendi til þess að markaðurinn sé að taka við sér. „Það þýðir vart fyrir okkur lengur að setja út troll í Bakkaflóanum eða Héraðsflóa. Fyrir nokkrum árum voru þessi svæði hins vegar mjög gjöful. Að undanförnu hefur djúpkanturinn á norðvestursvæðinu fyrst og fremst verið að gefa veiðina,“ segir Þór- arinn Stefánsson, stýrimaður og afleysingaskipstjóri á rækjufrystiskipinu Rauðanúpi.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.