Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 14
14 Öryggismálafundir með sjó- mönnum Hilmar segir að því stefnt í vetur að hálfu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að fara um landið og efna til öryggismálafunda með sjómönnum. „Við erum því með ýmislegt á prjónunum til þess að fá sjómenn til þess að hugsa um öryggismál. Staðreyndin er sú að annað slagið kemur lægð í þessi mál og því þarf stöðugt að minna menn á. Sjóslys eru einfaldlega of mörg og við þurfum reglulega að minna menn á þessa hluti og vekja þá til umhugsunar. Því miður er það svo að við merkjum aukinn áhuga sjófarenda á örygg- ismálunum í kjölfar alvarlegra sjóslysa. Það viljum við hins veg- ar síður upplifa. Við viljum að menn sýni öryggismálunum alltaf jafn mikinn áhuga og ekki þurfi alvarleg slys til þess að vekja þá til umhugsunar um hvað betur megi fara,“ segir Hilmar Stórt skref tekið með lang- tímaáætlun í öryggismálum sjómanna Sem betur fer segir Hilmar að al- mennt sýni útgerðir öryggismál- unum mikinn áhuga. „Sérstak- lega finnst mér stærri útgerðir sýna vilja til þess að hafa þessa hluti í lagi. Ef útgerðir sýna ör- yggismálunum ekki nægilega mikinn áhuga er vart von til þess að sjómenn hjá viðkomandi út- gerðum geri það frekar. Þetta verður því að haldast í hendur til þess að viðunandi árangur náist. Ég hef oft sagt að ef ég ætti tog- ara sem kostaði einn og hálfan milljarð króna, þá vildi ég hafa fullvissu fyrir því að áhöfn hans kynni að bregðast rétt við ef eitt- hvað óvænt gerðist úti á sjó.“ Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna: Minn stóri draumur er að ekkert slys verði til sjós „Eftir áramótin fórum við af fullum krafti í svokölluð framhaldsnám- skeið. Lögum samkvæmt er sjómönnum skylt að sækja sér endur- menntun, ekki sjaldnar en á fimm ára fresti. Þetta er nýmæli sem vert er að ítreka við sjómenn. Um er að ræða upprifjunarnámskeið þar sem áhersla er lögð á verklegar æfingar - eldvarnir, skyndihjálp og sjóbjörg- un. Rauði þráðurinn í kennslunni er sú skylda sem hvílir á sjómönnum að efna til æfinga um borð í skipunum. Á öryggismálaráðstefnu sjó- manna sl. haust var þemað að auka öryggi sjófarenda með æfingum um borð í skipunum og á það leggjum við líka áherslu í endurmenntun- inni,“ segir Hilmar Snorrason hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Sjómenn þurfa að hafa ým- islegt á hreinu varðandi ör- yggismálin, m.a. hvað varð- ar notkun á neyðarblysum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.