Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2003, Qupperneq 15

Ægir - 01.01.2003, Qupperneq 15
15 S LY S AVA R N I R S J Ó M A N N A Hilmar segir að tvímælalaust hafi stórt skref verið tekið með langtímaáætlun um öryggismál sjómanna, sem samgönguráðherra hafði forgöngu um að hrinda í framkvæmd. „Þetta verkefni er í fullum gangi, m.a. er verið að leggja lokahönd á ellefu ný myndbönd um öryggismál sjófar- enda sem verður dreift til þeirra um allt land, endurgjaldslaust. Því til viðbótar verður fjöldi eldri myndbanda um öryggismál end- urútgefinn. Að mínu mati er þetta mjög gott skref og til fyrir- myndar. Sömuleiðis hafa verið gerðir fimm bæklingar um ýmis öryggisatriði sem dreift hefur ver- ið til sjómanna auk þess sem fleiri bæklingar eru í vinnslu. Ég get líka nefnt að unnið hefur verið að þýðingu lækningahandbókar, til þess að hafa um borð í skipum og bátum. Margt fleira er á döfinni í langtímaáætluninni sem ekki verður upptalið hér en ég hvet sjómenn til að fylgjast vel með þróun og afurðum áætlunarinn- ar.“ Verðugt verkefni að fækka sjóslysum „Ég tel það afar mikilvægt skref að langtímaáætlun í öryggismál- um sjómanna verður hluti af sam- gönguætlun til ársins 2014. Í mínum huga er því ljóst að þessu verkefni verður haldið áfram næstu ár, sem er vel. Það er vissu- lega stórt og verðugt verkefni að stemma stigu við sjóslysum og því miður er það svo að á milli ár- anna 2001 og 2002 fjölgaði til- kynningum um sjóslys. Þetta gef- ur vísbendingu um að við þurfum að halda vöku okkar og vera stöðugt að miðla upplýsingum um öryggismál sjófarenda.“ Mikilvægt að viðhalda þekk- ingu og þjálfun skipverja Um nokkurt skeið hefur verið unnið að gerð sérstaks öryggis- stjórnunarkerfis fyrir fiskiskip. Kerfið er nú þegar komið í nokk- ur skip og lofar góðu, að sögn Hilmars. Öryggisstjórnunarkerfið tekur til reksturs skipsins og áhafnar - kerfinu er ætlað að tryggja sem best öryggi skipa á siglingu og að veiðum og öryggi skipverja við störf og viðveru um borð. Þá er kerfinu ætlað að koma í veg fyrir eða fækka áhættuþáttum með fyr- irbyggjandi aðgerðum, viðhalda Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. Myndir: Sverrir Jónsson. Stund milli stríða á eldvarnaæfingu.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.