Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2003, Page 16

Ægir - 01.01.2003, Page 16
16 S LY S AVA R N I R S J Ó M A N N A hæfni og kunnáttu skipverja, góðu ástandi skipsins, búnaðarins og tækja. Þá þarf að tryggja að allir skipverjar bregðist rétt við hættu og neyðarástandi og fari eftir gildandi lögum og reglum. Mikilvægur þáttur í öryggis- stjórnunarkerfinu er svokölluð ör- yggishandbók þar sem áhersla er lögð á skipulagða fræðslu og þjálfun áhafnar, eftirlit með ör- yggisþáttum og úttektir. Jafn- framt er gert ráð fyrir að skipverj- ar hafi aðgang að handbók þar sem fram komi upplýsingar um öryggismálin, vinnureglur og slysahættu. Í bókinni verði einnig fræðsla, þjálfun og ýmiskonar æf- ingar og annað það efni sem gæti gagnast áhöfninni. Hvatt til þess að taka upp ör- yggisstjórnunarkerfi Fyrir lok þessa árs stefnir Þor- björn-Fiskanes í Grindavík að því að taka upp slíkt öryggisstjórn- unarkerfi í öllum skipum félags- ins. Búast má við að kerfið verði tekið upp í mun fleiri fiskiskip- um og ekki kæmi á óvart að inn- an einhverra ára yrði gerð krafa um slíkt kerfi. „Það er von mín að þetta ör- yggisstjórnunarkerfi verði tekið upp í miklu fleiri skipum en hjá Þorbirni-Fiskanesi, því ég tel að það sé til þess fallið að fá menn til þess að hugsa öðruvísi um örygg- ismálin. Í langtímaáætlun í ör- yggismálum sjómanna eru menn hvattir til þess að taka upp ör- yggisstjórnunarkerfi, en ég hefði viljað sjá að skylt væri að hafa slík kerfi í fiskiskipum líkt og er nú í kaupskipum,“ segir Hilmar Snorrason. Björgunaræfingar hluti af vinnu sjómanna Eins og áður segir er mikil áhersla lögð á að menn sinni þeirri skyldu til sjós að halda björgunaræfingar. „Æfingarnar eru einfaldlega hluti af vinnu sjó- manna. Mönnum ber að fara út á dekk og taka trollið, en að sama skapi eiga menn að sinna öryggis- málunum. Þau eru hluti af vinnu sjómanna úti á sjó. Skipstjórar bera ábyrgð á skipunum og þar með bera þeir líka ábyrgð á því að öryggismál séu í góðu lagi. Á skipi sem er 45 metrar eða lengra ber að halda björgunaræfingu einu sinni í mánuði. Á þeirri æf- ingu á m.a. að æfa viðbrögð við eldsvoða og að yfirgefa skipið. Á skipi sem er lengra en 24 metrar en styttra en 45 metrar er skylt að halda slíka æfingu í það minnsta á þriggja mánaða fresti.“ Eftirlit með æfingum Hilmar segir að því miður virðist sem að víða séu ekki haldnar lög- boðnar æfingar um borð í skipun- um. „Ég hefði viljað sjá að fram- kvæmdar væru skyndiskoðanir á skipum þar sem eftirlitsmenn fari um borð í skipin og láti áhafnir framkvæma björgunaræfingar. Í mínum huga gætu menn staðið frammi fyrir því að ef slíkar æf- ingar gengju ekki upp yrði við- komandi skip stoppað tímabund- ið eða þar til bót hefði verið unn- in á vandkvæðum. Um borð í kaupskipunum fá menn, í erlend- um höfnum, eftirlitsmenn um borð til þess að fylgjast með stöðu Afar mikilvægt er að æfingarýmið sé í takt við það sem upp getur komið í eldsvoða til sjós. Einn af mikilvægu liðunum í Slysavarnaskólanum er að kenna sjómönnum rétt hand- tök ef eldur kemur upp í fiskiskipum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.